Þá vitum við að “strákarnir okkar “ eru bestir!! En án gríns þá unnu Íslendingar Rússa nokkuð sanfærandi í geysiskemmtilegurm leik í dag og ég var virkilega stolt af þeim. Það þarf sterkar taugar og mikinn karakter til að standa undir svona pressu og hvernig sem framhaldið verður þá hafa þeir sýnt það og sannað að þeir eru með sterkustu þjóðum í handbolta í Evrópu.
Annars gengur lífið hér sinn vanagang, vinna, fara í ræktina, borða og sofa. Ég get alveg hrósað sjálfri mér af dugnaði í ræktinni og sundi en öll þessi hreifing hefur ekki orðið til þess að ég hafi lést mikið eins og til stóð því matarlistin hefur aukist að miklum mun og ég hreinlega borða eins og hestur þessa dagana. Góðu fréttirnar eru samt þær að ég hef ekki þyngst og öll hreifing er góð af hvaða toga sem hún er. Á morgun á ég frí og ætla að nota það til að taka til í kringum mig og strauja skyrtur, nokkuð sem mér leiðist virkilega en nauðsyn brýtur lög. Síðan fer ég í ræktina og í sund. Hafið þið ekki séð þetta áður á prenti á þessari síðu?
Svo langar mig til að þakka öllum sem hafa gefið mér komment á Sandskrifin kærlega fyrir góð og hlý orð sem hafa sannarlega orðið til þess að ég hef haldið áfram að skrifa þótt ég hafi nú ekki alltaf mikið að segja og oftast sömu hlutina en umorða þá bara. Kærar þakki öll sömul mér þykir virkilega vænt um að þið skuluð gefa ykkur tíma til að kíkja á síðuna mína.
Svo er bara að setja sig í “handboltastellingarnar” á morgun kl. 17:00 og styðja vel við bakið á landsliðinu okkar þegar þeir spila við Króata. ÁAAAAffrraammmmmm ÍÍÍssslllaaannndddddd.
þriðjudagur, janúar 31, 2006
sunnudagur, janúar 29, 2006
Mömmustelpan í heimsókn
Dóra Lind með mömmu sinni
Þá er fríhelgin mín að taka enda og hversdagsleikinn tekur við, með venjubundnum verkefnum eins og vinnu og ræktinni. Dóra Lind kom og var hjá mér um helgina og tók vinkonu sína með sér. Við höfðum það ótrúlega gott, fórum ekki á fætur fyrr en eftir hádegi og þá bara til að fara í sund og liggja í heita pottinum. fórum svo á kaffihús á eftir og spjölluðum góða stund þar. Síðan elduðum við okkur góðan mat og horfðum á söngvakeppnina í ríkissjónvarpinu. Kynnar keppninnar voru jafn ömulegir á síðast en lögin voru betri í þetta skipti. Spaugstofan fór á kostum á meðan beðið var eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Úrslitin komu ekki á óvart og var ég nokkuð sátt. Í dag fór ég í ræktina klukkan 10 í morgun, Dóra og Ingibjörg fóru um hálf þrjú og þá skellti ég mér í sund. Horfði síðan á lélegt íslenskt landslið sem í vantaði alla baráttu tapa fyrir Ungverjum. Sangjörn úrslit en ég vona sannarlega að liðið sýni það sem býr í því í milliriðlinum. Áfram Ísland.
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Leikgleði
Þá er fyrsti leikur Íslendinga í Evrópukeppni landsliða í handbolta að baki og “strákarnir okkar” unnu Serba með fimm marka mun. Afar ánægjulegt og vonandi gengur þeim svona vel með frændur vora Dani sem þeir eiga að spila við á morgun. Það er svo skrýtið með okkur Íslendinga að við ætlumst beinlínis til að landsliðið okkar vinni alla andstæðinga okkar þótt við séum að keppa við þjóðir sem eru margfalt stærri en við. Svo verðum við bara fúl ef okkur gengur ekki allt í haginn. Við eigum að vera stolt af íþróttamönnum okkar hvort sem þeir vinna eða ekki og muna að þeir eru ásamt tónlistarmönnum okkar ein besta landkynning sem við eigum. Svo læt ég fylgja með í leiðinni þær fréttir að Snæfell var að spila við Keflavík í “Ljónagrifjunni” og töpuðu með tveim stigum 84-86. Hmm áfram Snæfell og áfram Ísland.......
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Bráðum kemur þorrablót
Nú styttist óðum í okkar árlega Þorrablót og þangað fara svona flestir sem vetlingi geta valdið. Ég held að 10 -12 manns séu í skemmtinefnd og hafa æfingar staðið yfir síðan í haust. Hólmarar hafa þann háttinn á að þeir tilkynna hverjir verði í næstu þorrablótsnefnd á meðan skemmtidagskráin stendur sem hæst. Það er mikið lagt í skreytingar og skemmtiatriðin. Tínt er til það sem til hefur fallið að skondnum uppákomum í samfélagi okkar og alltaf gætt að því að meiða engan. Því miður hittist svo á núna að ég á helgarvaktina þorrablótshelgina og Friðrik er á bakvakt. Ég ákvað að bjóðast til að passa fyrir Erlu og Sigga svo þau geti farið. En dagsetningin er 4. febrúar sem er líka afmælisdagur frumburðarins í Danmörku.
Dóra Lind ætlar að koma i heimsókn á næstu helgi og hafa vinkonu sína með sér. Þar sem ég á fríhelgi verður pottþétt gert eitthvað skemmtilegt, ef veður leyfir. Annars ku vera ágætisveður á Narfeyrarstofu og ætli við leggjum ekki bara leið okkar þangað..
Ég væri svo alvel til í að skreppa í viku eitthvað í hlýjuna, t.d. Florida eða Cyprus, eða Gran Canary. Er á kafi að leita að ferð sem gæti hentað því ég yrði að vera komin heim viku fyrir páskahelgina. Góðar ábendingar vel þegnar
Dóra Lind ætlar að koma i heimsókn á næstu helgi og hafa vinkonu sína með sér. Þar sem ég á fríhelgi verður pottþétt gert eitthvað skemmtilegt, ef veður leyfir. Annars ku vera ágætisveður á Narfeyrarstofu og ætli við leggjum ekki bara leið okkar þangað..
Ég væri svo alvel til í að skreppa í viku eitthvað í hlýjuna, t.d. Florida eða Cyprus, eða Gran Canary. Er á kafi að leita að ferð sem gæti hentað því ég yrði að vera komin heim viku fyrir páskahelgina. Góðar ábendingar vel þegnar
mánudagur, janúar 23, 2006
Helgarmolar
Loksins kom að því að RUV ákvað að taka upp forkeppni um lag til að senda í Eurovision í vor. Ég settist spennt við sjónvarpið á laugardagskvöldið því mér finnst alltaf gaman af keppnum af öllu tagi. Lögin voru misjöfn en ég var sátt við þrjú af fjórum sem komumst áfram. Lagið hans Ómars Ragnarssonar fannst mér ekki eiga heima þarna heldur á kaffihúsi í París. En Ekki veit ég hvað ráðamenn skemmtidagsskrár RUV voru að hugsa þegar þeir völdu kynna kvöldsins. Þau voru í einu orði sagt ömurleg. Garðar gat varla talað og Ragnheiður væri fín í hlutverki Grýlu gömlu og trommarinn leit út eins og hann væri þroskaheftur. Ég vona að þetta hafi verið sviðskrekkur hjá þeim öllum og ætla að sjálfsögðu að horfa næsta laugardag.
Það var mikið um að vera í íþróttamiðstöðinni alla helgina, unglingaflokkur keppti á laugardaginn við keflavík og tapaði naumlega í spennandi og skemmtilegum leik. Við erum svo heppin að eiga marga afburðagóða leikmenn í unglingaflokki og vonandi þurfum við ekki mikið lengur að fá erlenda leikmenn til að vera samkeppnishæf í úrvalsdeildinni. Mér finnst þetta ekki góð þróun þegar geta liða í úrvalsdeild fer eftir hve rík liðin eru. Réttara er að hlúa betur að ungliðastarfi og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða íslenskum körfuboltamönnum eitthvað fyrir tímann sem fer í æfingar og ferðalög. þetta er allt kostnaður sem þeir þurfa að leggja út fyrir að minnsta kosti hér en þeir erlendu leikmenn sem leika með Snæfelli eru á launum. Í gær var leikur í bikarkeppninni og drógumst viðö á móti Njarðvíkingum. Leikurinn byrjaði ekki vel, en þegar var komið fram í þriðja leikhluta jafnaðist hann og mátti varla á milli sjá hvort liðið væri betra. En að lokum fór það svo að Njarðvíkingar höfðu nauman sigur 98-94.
Þetta var löng helgi hjá mér, var að vinna í gær frá 10 – 22 og mætti svo klukkan 7 í morgun. Annað hvort er ég svona þreytt eftir vinnuvikuna og ræktina eða lasin, er alveg að drepast í maganum. Ég á reyndar frídag á morgun en var búin að lofa að vinna fyrir einn vinnufélagan sem er staddur á Kanarí.Verð að stand við það. Ætla að drífa mig í rúmið og reyna að sofa úr mér ónotin.
Það var mikið um að vera í íþróttamiðstöðinni alla helgina, unglingaflokkur keppti á laugardaginn við keflavík og tapaði naumlega í spennandi og skemmtilegum leik. Við erum svo heppin að eiga marga afburðagóða leikmenn í unglingaflokki og vonandi þurfum við ekki mikið lengur að fá erlenda leikmenn til að vera samkeppnishæf í úrvalsdeildinni. Mér finnst þetta ekki góð þróun þegar geta liða í úrvalsdeild fer eftir hve rík liðin eru. Réttara er að hlúa betur að ungliðastarfi og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða íslenskum körfuboltamönnum eitthvað fyrir tímann sem fer í æfingar og ferðalög. þetta er allt kostnaður sem þeir þurfa að leggja út fyrir að minnsta kosti hér en þeir erlendu leikmenn sem leika með Snæfelli eru á launum. Í gær var leikur í bikarkeppninni og drógumst viðö á móti Njarðvíkingum. Leikurinn byrjaði ekki vel, en þegar var komið fram í þriðja leikhluta jafnaðist hann og mátti varla á milli sjá hvort liðið væri betra. En að lokum fór það svo að Njarðvíkingar höfðu nauman sigur 98-94.
Þetta var löng helgi hjá mér, var að vinna í gær frá 10 – 22 og mætti svo klukkan 7 í morgun. Annað hvort er ég svona þreytt eftir vinnuvikuna og ræktina eða lasin, er alveg að drepast í maganum. Ég á reyndar frídag á morgun en var búin að lofa að vinna fyrir einn vinnufélagan sem er staddur á Kanarí.Verð að stand við það. Ætla að drífa mig í rúmið og reyna að sofa úr mér ónotin.
föstudagur, janúar 20, 2006
Og svo sást sólin
Hvað haldið þið? Í dag þegar ég var að fara í vinnuna voru teikn á lofti. Einhver ægifagur kringlóttur skærgulur hlutur hátt á lofti og allt var svo bjart og fallegt í logninu. Jú ég sagði “í logninu”, því það var logn og blíða og þetta “gula fyrirbæri” var röðullinn sem við höfum ekki séð svo lengi að það lá við að ég þekkti hann ekki. Það lyftist aldeilis brúnin á fólki og allir töluðu um hve gott veðrið væri og hve gaman væri að sjá sólina. Ég hef oft velt því fyrir mér að ef veðrið væri ekki svona umhleypingarsamt hjá okkur, hvað hefðum við þá til að tala um við Pétur og Pál svona almennt, því allir geta jú talað um veðrið.
Í íþróttahúsinu var mikið um að vera í kvöld því ÍR-ingar komu í heimsókn til að spila körfubolta við Snæfell. Snæfell hafði tveggja stiga forskot á ÍR-inga fyrir leikinn, sem var æsispennandi frá upphafi til enda. Þegar upp var staðið þá vann liðið sem vildi “meira” vinna og því miður fyrir okkur heimamenn þá voru það ÍR-ingar sem unnu með eins stigs mun 73-72. Svona er körfuboltinn og “strákarnir okkar” gera bara betur næst!! Næsti leikur er gegn Njarðvík í deildarbikarnum á sunnudagskvöld, og áfram Snæfell !
Á morgunn byrjar Þorri og allar konur sem eiga eiginmenn, unnusta, nú eða vini munu vilja gleðja þá með einhverju móti. Ég er svo heppinn að bóndinn minn kemur heim á morgun eftir sex daga útlegð í Reykjavík og mun ég að sjálfsögðu reyna að gleðja hann á einhvern óvæntan máta. Hann frábiður sér blóm, er ekki hrifinn af afskornum blómun en hefur alveg einstakt lag á að láta kaktusa vaxa og dafna. Kannski gef ég honum kaktus í safnið, hver veit, en ykkur “bændum” þessa lands, óska ég til hamingju með morgundaginn!!
Í íþróttahúsinu var mikið um að vera í kvöld því ÍR-ingar komu í heimsókn til að spila körfubolta við Snæfell. Snæfell hafði tveggja stiga forskot á ÍR-inga fyrir leikinn, sem var æsispennandi frá upphafi til enda. Þegar upp var staðið þá vann liðið sem vildi “meira” vinna og því miður fyrir okkur heimamenn þá voru það ÍR-ingar sem unnu með eins stigs mun 73-72. Svona er körfuboltinn og “strákarnir okkar” gera bara betur næst!! Næsti leikur er gegn Njarðvík í deildarbikarnum á sunnudagskvöld, og áfram Snæfell !
Á morgunn byrjar Þorri og allar konur sem eiga eiginmenn, unnusta, nú eða vini munu vilja gleðja þá með einhverju móti. Ég er svo heppinn að bóndinn minn kemur heim á morgun eftir sex daga útlegð í Reykjavík og mun ég að sjálfsögðu reyna að gleðja hann á einhvern óvæntan máta. Hann frábiður sér blóm, er ekki hrifinn af afskornum blómun en hefur alveg einstakt lag á að láta kaktusa vaxa og dafna. Kannski gef ég honum kaktus í safnið, hver veit, en ykkur “bændum” þessa lands, óska ég til hamingju með morgundaginn!!
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Meiri snjór
Ég má til að halda áfram að tala um snjóinn og ófærðina hér í Hólminum. Nú er svo komið að í dag snjóaði svo mikið að aumingja bæjarstarfsmennirnir höfðu ekki undan að ryðja snjóinn af götunum svo hér væri nokkurn veginn fólksbílafært. Það fennir jafnóðum allt á kaf og þið getið kannski ímyndað ykkur tilburði mína við að komast heim til mín, upp þessa skelfilegu brekku sem liggur að húsinu. Ég reyni orðið að aka Skúlagötuna í austur og Aðalgötuna til baka í vestur og fara síðan upp brekkuna á ferðinni. Það hefur gengið hingað til nema þegar einkver kemur akandi Aðalgötuna í austur þá verð ég að hægja á mér (á ekki réttinn) og byrja svo upp á nýtt. Ég er nú farin að hafa lúmskt gaman af öllu þessu tilstandi og svo er ég líka orðin skotfljót með skófluna. Það voru mikil hraustmenni (bæði konur og karlar) sem létu sig hafa það að skella sér í sund eins og venjulega þennan morguninn því laugin var aðeins 24 gráður. Vindkælingin er svo mikil að hún nær ekki að hitna meira og fólk var almennt fljótara með vegalengdirnar sínar og dvaldi lengur í pottunum.
Ég má til með að monta mig pínulítið, ég hef verið svo dugleg í ræktinni (og í mokstrinum) að fötin mín eru heldur rýmri en vanalega, jibbíiiiiiiiiiiiiiiiiii
Ég má til með að monta mig pínulítið, ég hef verið svo dugleg í ræktinni (og í mokstrinum) að fötin mín eru heldur rýmri en vanalega, jibbíiiiiiiiiiiiiiiiiii
mánudagur, janúar 16, 2006
Öllu má nú ofgera
Ósköp getur maður orðið þreyttur þó lítið sé að gera í vinnunni. Vinnuveitandinn ´búinn að vinna yfir sig og var bara hálfframlágur. Korfuboltastrákarnir mínir voru svo skemmtilegir að vera snemma búnir á æfingu og ég komst áleiðis heim fyrr en ég bjóst við. Þarf að moka blessaða bíldrusluna upp einu sinni enn. Hlýt að fara að komast í æfingu við þessi átök. Nú vantar mig bara kaðalspotta til að hafa í bílnum, ef svo illa færi að ég þyrfti að láta draga sig upp en hugsið ykkur, það fékkst ekki kaðall í Hólminum !! En sú þjónusta, mér var bent á Ellingsen en átti ég bara að skreppa til Reykjavíkur með rútunni eftir kaðalspotta?, ónei, ég held ég haldi áfram að moka og legst síðan á bæn og bið um grenjandi rigningu svo allur þessi leiðindar snjór fari.
Í kóngsríki snævar
Vetur konungur hefur heldur betur minnt á sig undanfarna daga. Hér er allt á kafi í snjó og held ég að flestum finnist nóg um nema kannski börnunum sem bylta sér alsæl í snjónum og koma svo eins og snjókarlar og snjókerlingar inn í íþróttahús til að halda áfram að ólmast í sundi eða öðrum íþróttum. Ég sem ek um á mínum fjalla-Polo, sá mitt óvænna og keypti mér sérstaka “bílskóflu” því ég var endalaust að festa mig út um allan bæ og ekki dugir að stóla á að næsti bíll geti alltaf bjargað manni úr ógöngunum. Ég er sem sagt búin að moka mig fjórum sinnum lausa síðan í morgun. Þetta er ágætis viðbót við ræktina og sundið og alveg ókeypis líkamsrækt en dálítið kalsamt í hörkufrosti og snjóbyl. Verð trúlega að moka bílinn lausan einu sinni enn því ég á að mæta í vinnu eftir tæpan klukkutíma.
Helgin var annars mjög skemmtileg, bauð manninum út að borða í félagsskap Lionsmanna og kvenna og var maturinn mjög góður og skemmtidagskrá undir borðum. Sem sagt mjög vel heppnað kvöld. Eitthvað sló þetta samt eftir sig, ég var eiginlega hálf heilsulaus fram eftir gærdeginum en eigum við nú ekki samt að segja að þett hafi verið þess virði.........
Helgin var annars mjög skemmtileg, bauð manninum út að borða í félagsskap Lionsmanna og kvenna og var maturinn mjög góður og skemmtidagskrá undir borðum. Sem sagt mjög vel heppnað kvöld. Eitthvað sló þetta samt eftir sig, ég var eiginlega hálf heilsulaus fram eftir gærdeginum en eigum við nú ekki samt að segja að þett hafi verið þess virði.........
föstudagur, janúar 13, 2006
Samstaða í verki
Mörgum finnst föstudagurinn 13 vera einhver óhappadagur, en þar er ég á öndverðum meiði. Dagurinn í dag, föstudagurinn 13. janúar 2006 er að mínu mati einn mesti happadagur í fjölmiðlasögu Íslands. Hans verður minnst fyrir að vera dagurinn sem ritstjórn DV sagði af sér vegna þrýstings frá hinum almenna lesanda. Við, hinir almennu borgarar erum nefnilega mjög sterkt afl þegar við tökum okkur saman og sýnum samstöðu okkar í verki. (Reyndar held ég að uppsögn þeirra hafi líka skapast af þýstingi frá eigendum blaðsins.( Baugsveldinu) Ég vil nota tækifærið og óska nýjum ritstjórum velfarnaðar í störfum sínum og hlakka til að sjá hvaða stefnu þeir taka varðandi fréttabirtingu og aðra umfjöllun í DV. Skaðinn er samt skeður og er ég hrædd um að margir lesendur DV séu í dag “fyrrverandi” áskriftaraðilar og komi til með að kaupa ekki blaðið, fyrr en komin er reynsla á hvert stefnir í fréttaumfjöllun hjá nýráðnum ritstjóra. Eins held ég að auglýsendur sem hættu að auglýsa í blaðinu muni ekki hlaupa til og kaupa auglýsingarrými heldur sjá hverju fram vindur.
Núna er ég svona um það bil hálfnuð í tiltektarframkvæmdunum mínum (tók smá pásu ;-) ) og sé fram á að þetta verkefni kemur til að endast mér líka á morgun milli þess sem ég horfi á hina fræknustu skíðakappa svífa niður brekkurnar í heimsbikarnum eða mikla skíðagöngukappa þramma sem þeir eigi lífið að leysa og reyna svo að skjóta í mark þess á milli með lafandi tunguna af mæði. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt á að horfa og svo er enski boltinn, þannig að þrifin hjá mér ganga frekar hægt. En mér liggur svo sem ekkert á, ég er í helgarfríi og á ekki að mæta í vinni fyrr en k. 15:00 á mánudag, og ekki truflar maðurinn mig, því hann er að fara í bæinn á einhverja “læknadaga” og kemur ekki heim aftur fyrr en næsta fimmtudag..................... Best að hringja í vinkonurnar í Grundarfirði og athuga hvort þær komi ekki bara með mér út að borða á morgun !!
Núna er ég svona um það bil hálfnuð í tiltektarframkvæmdunum mínum (tók smá pásu ;-) ) og sé fram á að þetta verkefni kemur til að endast mér líka á morgun milli þess sem ég horfi á hina fræknustu skíðakappa svífa niður brekkurnar í heimsbikarnum eða mikla skíðagöngukappa þramma sem þeir eigi lífið að leysa og reyna svo að skjóta í mark þess á milli með lafandi tunguna af mæði. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt á að horfa og svo er enski boltinn, þannig að þrifin hjá mér ganga frekar hægt. En mér liggur svo sem ekkert á, ég er í helgarfríi og á ekki að mæta í vinni fyrr en k. 15:00 á mánudag, og ekki truflar maðurinn mig, því hann er að fara í bæinn á einhverja “læknadaga” og kemur ekki heim aftur fyrr en næsta fimmtudag..................... Best að hringja í vinkonurnar í Grundarfirði og athuga hvort þær komi ekki bara með mér út að borða á morgun !!
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Helgarfrí
Eins og við var að búast ullu skrif DV slíku fjaðrafoki að umræðurnar um siðleysi skrifanna náðu inn á þingpalla og flestir í samfélagi okkar fordæma gjörðir ritstjóra og blaðamanna DV. Þessi blaðamennska tíðkast kannski erlendis í milljóna samfélögum en á litla Íslandi gengur þetta ekki að mínu áliti. Þetta er gert til að selja blaðið frekar og ég legg til að við íslendingar sem ekki viljum líða svona sorpblaðamennsku tökum okkur nú saman og hættum að kaupa þennan fréttamiðil. Einmitt vegna þess hve fá við erum gætum við einmitt sýnt samstöðu okkar í verki á þennan hátt. Því miður erum við svo fljót að gleyma að eftir mánuð eða svo er þessi vesalings maður flestum gleymdur og þá mun DV bara snúa sér að því að sverta næsta mann.
En nóg um þetta. Nú er ég komin í helgarfrí og ætla að nota það vel. Ég nenni ekki til Reykjavíkur með manninum um helgina en ætla að þrífa og taka til hendinni heima. Annars byrjaði dagurinn hjá mér á því að ég festi bílinn minn á Aðalgötunni kl 6:30 í morgun og var í þrjú korter að moka hann upp og kom of seint í vinnuna, nokkuð sem ég þoli ekki hvorki að sjálfri mér eða öðrum. Það er hreinlega allt á kafi hér í snjó og börnin eru alsæl með það......
En nóg um þetta. Nú er ég komin í helgarfrí og ætla að nota það vel. Ég nenni ekki til Reykjavíkur með manninum um helgina en ætla að þrífa og taka til hendinni heima. Annars byrjaði dagurinn hjá mér á því að ég festi bílinn minn á Aðalgötunni kl 6:30 í morgun og var í þrjú korter að moka hann upp og kom of seint í vinnuna, nokkuð sem ég þoli ekki hvorki að sjálfri mér eða öðrum. Það er hreinlega allt á kafi hér í snjó og börnin eru alsæl með það......
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Skrauta frá Skarði
Ég komst að því í gær að ég á allt of mikið af jólaskrauti!! Ég byrjaði að taka glingrið miður og setja í kassa og ég er búin að fylla fjóra stóra kassa bara með því sem var í gluggum og á hillum og borðum hjá mér og þá á ég jólatrésskrautið eftir. Það er svo skrýtið að fyrir hver einustu jól sér maður svo eitthvað sem maður verður endilega að eignast, algjört must, og svo þegar kemur að því að finna því stað þá vandast nú málið. Ég er nú kannski dálítið skrautglöð en það hefur nú enginn kvartað enn.
Ég má til að monta mig aðeins, fór á vigtina og eitt kíló farið. Er afar ánægð með það og það stappar í mig stálinu að gefast ekki upp í ræktinni. Ég var nefnilega að hugsa um hvort þetta væri ekki of geist af stað farið og svo gengi ekkert. Eitt prik fyrir mig!!!
Nú hefur það gerst að vegna sorpfréttablaðamennsku DV hefur ólánsamur maður tekið líf sitt því hann gat ekki horfst í augu við ásakanir blaðamanna þessa sorprits sem DV er. Skyldu þeir Mikael Torfason og Eiríkur hafa sofið í nótt, eða eru þessir menn alveg gjörsamlega samviskulausir? Það verður vonandi hægt með einhverjum ráðum að koma í veg fyrir svona óábyrga blaðamennsku, því ég hélt að réttarkerfi okkar gerði ráð fyrir að fólk teldist saklaust uns sekt þess væri sönnuð.
Ég má til að monta mig aðeins, fór á vigtina og eitt kíló farið. Er afar ánægð með það og það stappar í mig stálinu að gefast ekki upp í ræktinni. Ég var nefnilega að hugsa um hvort þetta væri ekki of geist af stað farið og svo gengi ekkert. Eitt prik fyrir mig!!!
Nú hefur það gerst að vegna sorpfréttablaðamennsku DV hefur ólánsamur maður tekið líf sitt því hann gat ekki horfst í augu við ásakanir blaðamanna þessa sorprits sem DV er. Skyldu þeir Mikael Torfason og Eiríkur hafa sofið í nótt, eða eru þessir menn alveg gjörsamlega samviskulausir? Það verður vonandi hægt með einhverjum ráðum að koma í veg fyrir svona óábyrga blaðamennsku, því ég hélt að réttarkerfi okkar gerði ráð fyrir að fólk teldist saklaust uns sekt þess væri sönnuð.
mánudagur, janúar 09, 2006
Fuglaflensa og fleira
Eitthvað hef ég verið löt við að blogga undanfarið en bæði hefur verið mikið að gera hjá mér í vinnunni og svo hef ég látið veðurfarið fara í taugarnar á mér og ekki er nú hægt að skrifa þegar maður er alveg andlaus og veit ekkert hvað maður á að setja á blað. En hvað um það ég ætla að leyfa mér að hella úr skálum reiði minnar yfir því að nú er búið að hræða mig svo mikið með fuglaflensu að ég þori als ekki að ferðast til landa þar sem þessi ófögnuður hefur stungið sér niður. Ég sem horfði til Tyrklands og var að hugsa um að fara þangað um páskana. Svo kemur landlæknir, heilagur í framan, og fullyrðir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur þótt það ferðist til þessara staða, passa bara að komast ekki í snertingu við fugla eða borða ekki hálfsoðið fuglakjöt. Það sem ég er samt reiðust yfir er, að það hlýtur að koma að því ( strax í vor) að sýktir farfuglar koma til landsins og þá þori ég hvorki að borða, endur, gæsir,rjúpu, eða sjólugl. Niðurstaða mín er sú að lanbakjötið er besta fæða sem við eigum völ á fyrir utan okkar frábæra fisk. Ljósi punkturinn í þessu máli er að landinn fer trúlega í auknum mæli að forða fisk, nokkuð sem fólk hefur ekki gert svo mikið af. Og svo verð ég að minnast á Jónínu Ben. Sú kona er komin langleiðina með að eyðileggja málstað sinn með því að láta hafa sig í að koma svona oft fram í fjölmiðlum. Ég tek undir það sem Svana Björk frænka mín sagði. Konan er athyglissjúk. Hún á samt samúð mína, því mér virðist sem farið hafi verið virkilega illa með hana og ég vona að hún vinni mál sitt fyrir Hæstarétti. Svo er hægt að draga heilmikinn lærdóm af þessu brölsti hennar og hann er " Við gefumst ekki upp þótt móti blási" (að minnsta kosti, stöndum á meðan stætt er)
Svo má ég til með að segja frá því að ég eignaðist óvæntan aðdáenda um daginn. Á afmælisdaginn minn fékk ég svo fallega kveðju frá “óvæntum aðdáenda” og ætla ég að nota tækifæri og þakka þessum hugulsama fastagesti íþróttamiðstöðvarinnar kærlega fyrir mig
Svo má ég til með að segja frá því að ég eignaðist óvæntan aðdáenda um daginn. Á afmælisdaginn minn fékk ég svo fallega kveðju frá “óvæntum aðdáenda” og ætla ég að nota tækifæri og þakka þessum hugulsama fastagesti íþróttamiðstöðvarinnar kærlega fyrir mig
laugardagur, janúar 07, 2006
Stormur
Þá hafa jólin hvatt okkur í þetta sinn og sólin farin að hækka örlítið á lofti. Ég er búin að eiga afmæli og er trú áramótaheiti mínu og púla í ræktinni 5 til 6 sinnum í viku. Fór á viktina í fyrradag og hafði ekki lést um kíló, stóð bara í stað. Það verður gaman að fara á viktina næst. Það var svo brjálað veður hér í gæt að ég man ekki eftir öðru eins síðan ég var barn. Það skall á sannkallað gjörningaveður með þrumum og endingum og himininn hreinlega logaði og það hristist allt og skalf í þrumugnýnum. þetta var eftir hádegi og stóð í ca. 1 klukkustund en þá hætti ljósagangurinn. Ég fór að vinna kl 3 og ykkur að segja hefðum við alveg getað haft lokað því í einni eldingunni hafði hitanum slegið út bæði af pottunum og sundlauginni og allt ískalt. Meistaraflokkur var að æfa í salnum og aðrir hættu sér ekki út í veðurofsan. Í dag er veðrið lygnt og gott í augnarblikinu og ca3 stiga frost. Ekki veit ég hvað það endist lengi en það er búið að vera hryllilega leiðinlegt veður hér í allan vetur og best að kúra undir sæng með bók ef maður getur það. En mér er ekki til setunnar boðið , ég á vinnuhelgi og ætla fyrst að sprikkla svolítið.
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Blóð, sviti og tár
Þegar ég fór síðast á vigtina, leist mér ekki á blikuna. Tölurnar voru eins og íslenska krónan, of háar. Nú voru góð ráð dýr, hvað var hægt að gera með góðu móti til að lækka þessar óhagstæðu tölu sem argaði á mig þegar ég sté á vigtina, og með sem minnstri fyrirhöfn? Ég ákvað að fara til hennar Berglindar í Átaki (æfingarstöð) og láta hana reka mig áfram og athuga hvort það hefði eitthvað að segja. Byrjaði hjá henni á mánudaginn en hafði farið sjálf í eina viku áður. Í fyrramálið kemur svo í ljós hvort eitthvað hafi breyst, ég bið ykkur að halda í putta fyrir mig. Ég fór til Reykjavíkur í gær í jarðarför og þurfti svo að fara með símann minn í símabúðina í Kringlunni. Mikið bið var þar svo að ég ákvað að kíkja á eina útsölu. ('I Wistles) Ég gerði prýðisgóð kaup á 10 mínótum, keypti mér gallabuxur, tvennar peysur, mussu og pils á helmings afslætti. Kostaði reyndar um 30.000,- en er átt við það. Þegar ég kom til baka í símabúðina þurfti ég samt að bíða í 20 mín. og var svo send í Ármúlan, Þeir í Ármúlanum ætluðu að senda mig eitthvað enn annað svo ég sagði þeim að það væri nú gott þá færi ég beint til OVodapone. Og það dugði á blessaða afgreiðslustúlkuna ekki vildi hún missa viðskiptamann. Það verður spennandi að hoppa á vigtina á morgun, ef ég læt ekkert heyra frá mér hafa tölurnar ekki verið hagkvæmar. Bless í bili
sunnudagur, janúar 01, 2006
TILL UMHUGSUNAR FYRIR NYJA ÁRIÐ
SKRIFAÐ Í SANDINN OG STEININN
Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn; " Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!" Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri druknaður, en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í stein; "Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKNUN". Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: "Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar þú í steininn. "Af hverju?" Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því. "LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN"! Það er sagt að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana, en HEILA ævi að gleyma henni.
Sendu þessa sögu til manneskja sem þú gleymir aldrei, og mundu að senda hana tilbaka. Ef þú yfir höfuð sendir hana ekki til neins, þá þýðir það bara eitt, að þú hafir of mikið að gera og hafir gleymt vinum þínum.Bloggkveðja
Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn; " Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!" Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri druknaður, en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í stein; "Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKNUN". Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: "Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar þú í steininn. "Af hverju?" Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því. "LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN"! Það er sagt að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana, en HEILA ævi að gleyma henni.
Sendu þessa sögu til manneskja sem þú gleymir aldrei, og mundu að senda hana tilbaka. Ef þú yfir höfuð sendir hana ekki til neins, þá þýðir það bara eitt, að þú hafir of mikið að gera og hafir gleymt vinum þínum.Bloggkveðja
Annáll ársins 2005
Nú eftir um það tæplega 15 tíma hefur árið 2005 runnið sitt skeið og nýtt ár tekur við. Árið 2006. Við tímamót sem þessi er við hæfi að líta aðeins til baka og rifja upp liðið ár, þannig að Sandskrifin mín verða nokkurskonar annáll á léttu nótunum. Það er af svo morgu að taka að ég veit ekki hvar ég á að byrja og stikla því bara á stóru. Þetta ár hefur fært mér bæði mikla gleði og einnig mikla sorg. Yngsta dóttirin útskrifaðist sem stúdent með láði og eins systursonur minn hann Hermann Elí. Voru mikil veisluhöld því samfara sem stóðu í tvo daga. (tvær veislur hvor sinn daginn). Það var virkilega mikil ánægja að gleðjast með fjölskyldu og vinum og það eina sem skyggði á var að hún mamma mín var svo mikið veik að hún komst ekki. Einnig var elsti sonurinn og fjölskylda hans ekki með okkur þar sem hann sat á skólabekk í Danmörku. Í byrjun ágúst versnaði mömmu minni mikið og var ljóst í hvað stefndi. Hún lést svo þann 29. ágúst eftir erfitt dauðastríð. Það breytist margt þegar fólk missir foreldra sína, sem hafa verið kjölfesta þess frá blautu barnsbeini og finn ég til nikils saknaðar og trega. Við Friðrik fórum til San Francisco seinnipartinn i september og það var virkilega skemmtileg ferð. Hann var reyndar á námskeiðum líka en ég lét mér ekki leiðast á meðan heldur skoðaði mig um á eigin spýtur. Þetta er borg full af andstæðum og ég gæti vel hugsað mér að fara þangað aftur. Ég fékk nýtt barnabarn í endaðan september og dreif mig til danmerkur til að skoða það. Þetta er allrafallegasti strákur, stór og heilbrigður. Það sem er sennilegast minnisstæðast úr þjóðmálunum er útrás íslenskra fyrirtækja sem virðast ekki vita aura sinna tal og eru að kaupa upp fyrirtæki bæði í Bretlandi og Danmörku. Svo hætti Davíð afskipti af stjórnmálum og stýrir nú Seðlabankanum og kannski hafa stýrivextir hækkað meira bara við að hann kom þangað í vinnu. Svo finnst mér hræðilegt að í allri þessari velmegun eru sumir hópar í þjóðfélaginu svo illa staddir að þeir eiga hvergi heima og ungir eiturlyfjaneytindur finnast látnir af ofneyslu og gamalt fólk er svo eitt að það liggur dáið í á þriðju viku áður en einhver athugar með það. Væri nú ekki ráð fyrir stjórnvöld að láta launahækkunina sem þau fengu renna til þessara hópa og vinna í þessum málaflokkum af einhverri afvöru. Svo vil ég nota tækifærið og óska samstarfsfólki mínu og gestum Íþróttamiðstöðvarinnar gæfu og gengis á nýja árinu og hlakka til að hitta ykkur eftir áramótin. Bloggurum og öðrum velunnurum þakka ég skrifin og commentin á árinu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)