Mörgum finnst föstudagurinn 13 vera einhver óhappadagur, en þar er ég á öndverðum meiði. Dagurinn í dag, föstudagurinn 13. janúar 2006 er að mínu mati einn mesti happadagur í fjölmiðlasögu Íslands. Hans verður minnst fyrir að vera dagurinn sem ritstjórn DV sagði af sér vegna þrýstings frá hinum almenna lesanda. Við, hinir almennu borgarar erum nefnilega mjög sterkt afl þegar við tökum okkur saman og sýnum samstöðu okkar í verki. (Reyndar held ég að uppsögn þeirra hafi líka skapast af þýstingi frá eigendum blaðsins.( Baugsveldinu) Ég vil nota tækifærið og óska nýjum ritstjórum velfarnaðar í störfum sínum og hlakka til að sjá hvaða stefnu þeir taka varðandi fréttabirtingu og aðra umfjöllun í DV. Skaðinn er samt skeður og er ég hrædd um að margir lesendur DV séu í dag “fyrrverandi” áskriftaraðilar og komi til með að kaupa ekki blaðið, fyrr en komin er reynsla á hvert stefnir í fréttaumfjöllun hjá nýráðnum ritstjóra. Eins held ég að auglýsendur sem hættu að auglýsa í blaðinu muni ekki hlaupa til og kaupa auglýsingarrými heldur sjá hverju fram vindur.
Núna er ég svona um það bil hálfnuð í tiltektarframkvæmdunum mínum (tók smá pásu ;-) ) og sé fram á að þetta verkefni kemur til að endast mér líka á morgun milli þess sem ég horfi á hina fræknustu skíðakappa svífa niður brekkurnar í heimsbikarnum eða mikla skíðagöngukappa þramma sem þeir eigi lífið að leysa og reyna svo að skjóta í mark þess á milli með lafandi tunguna af mæði. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt á að horfa og svo er enski boltinn, þannig að þrifin hjá mér ganga frekar hægt. En mér liggur svo sem ekkert á, ég er í helgarfríi og á ekki að mæta í vinni fyrr en k. 15:00 á mánudag, og ekki truflar maðurinn mig, því hann er að fara í bæinn á einhverja “læknadaga” og kemur ekki heim aftur fyrr en næsta fimmtudag..................... Best að hringja í vinkonurnar í Grundarfirði og athuga hvort þær komi ekki bara með mér út að borða á morgun !!