sunnudagur, apríl 30, 2006

Ferdamolar

Th'a er heims'okn m'in til Englands r'umlega h'alfnud og 'eg er b'uin ad ferdast v'itt og breitt og sj'a mikid. 'Eg er eiginlega ordin fordekrud!! 'Eg tharf 'abyggilega ad fara 'i st'ifa mergrun thegar 'eg kem heim thv'i 'eg held 'eg hafi aldrei 'a aevi minni bordad jafn mikid. Anna og Bernie eru baedi mikid matf'olk og lista kokkar og m'er finnst 'eg alltaf vera ad borda.

N'u svo 'eg segi fr'a thv'i sem 'eg er b'uin ad sj'a og gera th'a erum vid b'uin ad fara til London og eyda thar heilum degi vid ad skoda merka stadi. Midborgin er mjog falleg en 'uthverfin eru sum hver hraedileg!! 'Eg s'a Coven Garden, Tower of London, Tower Bridge, St. Chatarine's Dock,Buckingham Palace, Trafalgarsquier, Lester Squier, og Piccadilly Squier, The House of Parlament, allar fallegu kirkjurnar, fj'arm'alahverfid og fleira og fleira. Vid vorum gengin upp ad herdablodum og r'iflega thad. 'I gaer var s'idan haldid til Camebrigde og eytt thar deginum. Thad er magnadur stadur og allir h'ask'olarnir og gardarnir 'otr'ulega fallegir. Margra alda gamlar byggingar, hreint 'otr'ulegt. 'Eg aetla aftur thangad einhvern t'iman thv'i thar er audveldlega haegt ad vera 'i marga daga bara vid ad skoda. Vid vorum svo heppin ad thegar vid f'orum inn 'i King's Collige's th'a var hinn fraegi King's Collige's Quier ad syngja 'i messu 'i kapellu h'ask'olans og thad var magnad ad heyra.

'I dag f'orum vid s'idan 'i 50 'ara afmaeli til vinaf'olks Onnu og Bernie's sem b'ua 'i sudur-London. Vid vorum tvo og h'alfan klukkut'ima 'a leidinni thv'i umferdin var svo mikil en veislan var f'in. Thar var samankomid fullt af skemmtilegu f'olki sem vid spjolludum vid 'i ca. 3 klukkut'ima og svo var lagt 'i hann. Heimferdin var h'alft'ima styttri tv'i umferdin var minni en ef engin umferd er th'a tekur um thad bil 40 m'in. ad aka til London fr'a Cople.

'A morgun er svo Banker's holliday og vid aetlum ad horfa 'a h'at'idarholdin vid ma'istongina. Th'a er h'a stong reist upp og bundnir 'i hana mislitir bordar og s'idan er dansad 'i kringum hana med bjollum og fleiru. Svo er ma'idrottning kr'ynd. Thetta er aldagamall sidur og Ma'istong er reist v'ida 'i vestur evr'opu. H'at'idarholdin byrja kl sex 'i fyrram'alid svo 'eg er ad hugsa um ad fara ad sofa n'una .

föstudagur, apríl 28, 2006

Fr'ettir af flakkinu

Hallo, hallo, 'eg er hj'a Onnu fraenku minni og Bernie 'i algjoru dekri. Thau b'ua 'i ca. 70 km. fr'a London r'ett fyrir utan Bedford og b'ua 'i st'oru fallegu h'usi aevagomlu eiginlega eins og l'itill herragardur. L'odin er mjog st'or og vel hirt og thau eru mikid s'omaf'olk eins og 'eg vissi reyndar fyrir. Eg h'alf skammast m'in thv'i Anna fraenka t'ok s'er fr'i til ad geta verid med m'er og thad er buid ad skipuleggja heilmikid ad skoda. 'I gaer forum vid til Bedford sem er l'itill og mjog falleg borg 'i ca. 7 km. fjardlaegd og thar b'yr mamma hennar Onnu sem er audvita fodursystir m'in og 'eg hef bara einusinni s'ed. Thad var thegar 'eg var 5 'ara en eftir thad flutti hun til Englands og hefur aldrei komid heim s'idan. H'un er afar s'erstok gomul kona en hun t'ok m'er mjog vel og var umhugad um ad 'eg fengi ad sj'a sem flest. Svo 'i dag aetlum vid ad skreppa til London og eyda t'imanum thar og taka gomlu konuna med. 'A morgun aetum vid svo til Oxford og Cambrigdes og s'idan til Norfolk thar sem 'i gaer var ad greinast fuglaflensa 'i alifuglun. 'A sunnudagin forum vid svo 'i party, vinur theirra hj'ona er fimmtugur og er m'er bodid med. Sem sagt thetta er meiri h'attar skemmtilegt og 'eg hef sjaldan hv'ilst eins vel. Meira seinna. Bye, byebabies.....

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Forskot á sumarfríið

Þá er ég kominn í tíu daga frí frá amstri hverstagsleikans og á bara eftir að henda einhverju ofan í tösku og er þá rokin af stað til Reykjavíkur og þaðan til Bretlands! Ég ætla sem sé að láta verða af því að heimsækja hana Önnu frænku mína sem býr í Bedford. Hún ætlar að vera svo væn að sækja mig á flugvöllinn og það eina sem hún bað mig um að gera var að kaupa harðfisk fyrir mömmu sína ef ég mætti vera að! Og það er auðsótt mál, ég geri það bara í fríhöfninni á morgun. Svei mér þá ég held bara að ég sé orðin spennt að fara. En ég læt vita af mér ef ég kemst í tölvu, en hafið þið að gott á meðan.

mánudagur, apríl 24, 2006

Og svona standa málin

Þetta er ömmubarnið hún Karen Harpa

Ekkert smá falleg stelpa

Og þarna er hún með eitthvað gott!


Læt fylgja myndir af barnabarni mínu sem þekkir mig ekki sem ömmu sína, grátlegt en satt. Ég skoðaði heimasíðuna hennar á Barnalandi og sá að minnst var á margar ömmur í dagbókinni hennar. Þar var ég ekki með og fannst mér það mjög sárt. Í dagbókinni var talað um skírn hennar og að langamma og amma í sveitinni hefðu verið skírnarvottar sem er alveg rétt en ég var líka skírnarvottur hennar og mætti með Rúnari föður hennar, ein af hans fjölskyldu en það greinilega"gleymdist" að tala um það. Nú er ég búin að ákveða að þar sem barnið ætti svo margar ömmur og gæti varla þverfótað fyrir þeim að ég skyldi bara draga mig í hlé. Mér finnst einhvernvegin að það sér best fyrir alla. En myndirnar af henni eru perlur og dýrgripir sem ég mun alltaf geyma og ég Þakka mömmu hennar af alhug fyrir að senda mér slóðina inn á heimasíðu hennar. Dísa mín, takk fyrir.

Úr vinnunni er það að frétta að dúkarinn mætti á staðinn í gær og byrjaði að eyðileggja búningsklefa karla!! Það er gjörsamlega allt í rúst hjá okkur í sundlauginni, og fyrir ykkur sem ekki skiljið þetta þá eru málavextir þeir að það er verið að laga búningsklefana hjá okkur sem ekki var vanþörf á. Eggert dúkari ákvað að taka karlaklefan fyrir fyrst og nú vísum við öllum karlmönnum sem mæta í sund niður í búningsklefa íþróttahússins. Það er svo sem ekkert að því, öll aðstaða er til staðar en vandamálið er að karlmennirnir verða að koma upp aftur og labba á baðfötunum í gegn um afgreiðsluna hjá okkur (úhhúúúlala gaman gaman fyrir okkur konurnar) og þaðan úr í laug. Við útskýrum þetta ástand auðvitað kurteislega áður en þeir borga sig inn svo þeir geti ráðið hvort þeim finnst þetta á sig leggjandi. Það verður að segja þessum elskum það til hróss að þeir taka þessu af stakri rósemi og brosa að vandræðagangi okkar. Aðeins tveir snéru frá og það fannst mér leiðinlegt því annar var fullorðinn maður úr Grundarfirði sem kemur mjög oft til okkar þegar hann er búinn að versla í Bónus. En svona verður þetta í mánuð og það er frekar mikið ryk sem fylgir þessu. Ég á kvöldvaktina í kvöld og morgunvakt á morgun og síðan er ég farin í frí til London. Kem ekki aftur heim fyrr en 7. maí svo hafið þið það gott þangað til ef ég kemst ekki í tölvu. Posted by Picasa

föstudagur, apríl 21, 2006

Moralen er, ekki fara með bílinn þinn í skoðun

Ég verð að viðurkenna að dagurinn í gær er styttsta sumar sem ég hef lifað!! Það hvarf jafnskjótt og það kom og dagurinn í dag var kaldur og gekk á með éljum. Ég fór með bílinn minn í reglubundið tékk, og komst að því að þar sem ég stóð og gerði upp reikninginn, að nú væri kominn tími á svokallaða”tímarein” hvað svo sem það nú er. “ og hvað kostar það” spurði ég og þá var mér sagt að svoleiðis lagað mundi kosta nokkra tíuþúsundkalla. Hmm, “hvað marga svoleiðis” spurði ég? “já líklega svona fjóra til fimm” sagði verkstæðisformaðurinn og kinkaði kolli í áhersluskyni. Og þá sá ég orlofið mitt fljúga út um gluggann.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Nú er sumar gleðjist gumar gaman er í dag

Í dag er sumardagurinn fyrsti og þá finnst börnunum óhætt að fara að leika sér í stuttbuxum og stuttermabolum alveg óháð hitastigi. Veturinn kvaddi okkur með blíðskaparveðri en köldu og það fraus saman sumar og vetur hér sem þjóðtrúinn segir að boði gott sumar. Og það byrjar sannarlega vel. Glampandi sól, logn og ekki skýhnoðri á himni en svalt. Það vitnaðist á síðasta degi vetrarins að Bárður Eyþórsson, hinn frábæri þjálfari Snæfells í körfubolta er hættur og er að fara að þjálfa ÍR næsta vetur. Urðu heitar umræður í öllum kaffistofum bæjarins og í öllum skotum íþróttahússins og sitt sýndist hverjum. Er mikil eftirsjá í Bárði því hann hefur náð frábærum árangri með meistaraflokkinn. En auðvita verðum við að virða hans ákvörðun, því þetta er jú allt spurning um að geta framfleytt sér og sínum á því sem maður er að gera og hann fékk einfaldlega betra boð frá ÍR sem sýnir hvaða álit menn hafa á honum í þessum bransa. Ég óska Bárði til hamingju og vona að honum farnist vel hjá ÍR.

En það kemur alltaf maður í manns stað og við mætum tvíefld með frábæra unga stráka næsta vetur og vonandi fáum við góðan þjálvara. En ég er að fara að vinna og óska ykkur gleðislegs sumars með þökk fyrir veturinn.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskar á Víkurgötu 1

Páskaungarnir okkar Friðriks!

Við mæðgurnar


'Eg má til að sýna ykkur öllum þessa fallegu mynd af "páskaungunum" okkar Friðriks!!, og svo eina af okkur Dóru Lind.

Allt gott annars, er í fríi í dag og er að bíða eftir að það birti meira til þá ætla ég í gönguferð og síðan í sólbað í sundlauginni og synda pínulítið. Njarðvíkingar eru orðnir íslandsmeistarar í körfubolta, unnu Skallagrím stórt í Borgarnesi í gær. Ekki það sem ég vildi en þeir voru bara betri. Til hamingju Njarðvík. Posted by Picasa

mánudagur, apríl 17, 2006

Páskafríið hennar Oddrúnar

Þá er páskahelgin að verða liðin og ekki lagðist ég í neitt flakk nema ef hægt er að kalla það flakk að ég skrapp tvisvar í Grundarfjörð, á Skírdag skruppum við Dóra Lind í klukkutíma og svo að kvöldi Föstudagskins langa, þá var stelpunum ekið á ball með Sixties og við Friðrik fórum í heimsókn til Maju og Árna og stoppuðum alveg til eitt um nóttina. Alltaf jafn gott að koma til þeirra hjóna og ekki skemmir hvað heimilið þeirra er fallegt og hlýlegt.

Það var gestagangur hjá okkur Friðrik yfir páskadagana. Byrjaði með því að á miðvikudagskvöld kom Rúnar minn í kvöldmat, hann var á leiðinni suður því þar var greinilega eitthvað mikilvægt sem kallaði á hann en hann var að vinna á Hellisandi hjá Írisi og Dóra í húsinu þeirra. Ég bauð honum að vera yfir páskana en hann vildi það nú ekki. Sagðist koma seinna. Hann kemur trúlega aftur í dag og þá veit ég ekki hvort hann komi við hjá mér, það verður bara að koma í ljós, hann er hjartanlega velkominn. Drífa kom líka það kvöld og Dóra Lind morguninn eftir. Drífa fór svo á laugardeginum en þá komu Arna, Hjálmar og dætur alveg óvænt. Þau höfðu ætlað á skíði á Snæfellsjökli en veðrið bauð ekki upp á það.
Dóra Lind og Arna og co. fóru svo heim í gær. Það er alltaf gaman að fá gesti en að þessu sinni gat ég svo lítið sinnt þeim því ég var að vinna yfir páskahelgina.

Það var þarft verk og löngu orðið tímabært að hafa sundlaugina opna yfir páskana og fá þeir sem réðu því marga plúsa og rósir í sína hatta!! Það er til lítils að reyna að byggja upp ferðamennsku hér ef öll afþreying fyrir ferðamanninn er svo lokuð, Ekki satt?, og hvað aðsóknina varðar var laugardagurinn mjög annasamur og minnti mig á dönsku daga traffíkina en það var aftur minna á páskadaginn enda veðrið bæði kalt og hvasst. En þeir sem komu voru alsælir og sögðu þetta vera til fyrirmyndar og ætluðu að auglýsa Stykkishólm sem frábæran ferðamannastað til að dvelja á og benntu jafn framt á að þó svo aðsókn gærdagsins væri undir væntingum okkar, þá tæki þetta alltaf tíma að fréttast og svo hefði þetta verið illa eða ekkert auglýst. Svo verður að koma í ljós hvernig dagurinn í dag verður, vonandi verður hann beti en í gær. Ég læt vita af því en nú verð ég að rjúka svo ég komi nú ekki of seint í vinnuna!!

föstudagur, apríl 14, 2006

Heiðskír Skírdagur

Ég vaknaði kl 6:30 í gærmorgun við sólina sem skein inn um gluggan á svefnherberginu, og þrátt fyrir myrkvunartjöld var skellibjart og ég gat ekki með nokkru móti sofnað aftur. Fór bara fram og hitaði mér kaffi og var eitthvað að dunda mér við að lesa blöðin. Úti var besta veður "lengi", en dálítið kalt. Ég hitti Erlu fyrir utan sundlaugina kl. níu og við fórum okkar klukkutíma morgunrúnt og fengum okkur kaffi í bakaleiðinni hjá Nesbrauði. Þegar við höfðum lokið við kaffið var farið í sund. Við byrjuðum í heita pottinum, færðum okkur síðan í vaðlaugina og síðan var synt aðeins. Ég er að byrja aftur á að synda skriðsund og bakskrið, finn að lungnaþolið hefur batnað verulega síðan ég hætti að reykja. Já, vel á minnst, ég á níu mánaða reykleysisafmæli eftir fjóra daga!!! Ég lá svo í sólbaði í vaðlauginni til kl. hálf tvö í gær og þegar ég kom heim var Friðrik einmitt að rjúka af stað út í eyjar. Fyrsta ferðin í Eyjarnar staðreynd og þá er pottþétt komið vor. Dóra Lind kom um hálf fimmleitið og við skruppum rúnt í Grundarfjörð í veðurblíðunni. Ég fór og fékk mér kaffi hjá Árna og Maju. Þegar við komum heim aftur nennti ég ekki að elda og við Dóra hringdum á Drífu sem var kófsveitt upp á spítala við próflestur og spurðum hvort hún vildi ekki borða með okkur á Narfeyrarstofu. Hún var til í það og við höfðum það æðislega gott og borðuðum góða hamborgara með öllu tilheyrandi. Síðan voru teknir nokkrir rúntar og farið síðan heim að "hygge sig" Nú að morgni föstudagsins langa er veðrið aftur á móti ekki jafn gott, stíf austanátt og eins stigs frost. Ég ætla samt að hitta Erlu klukkan níu en hvort við göngum mikið verður bara að koma í ljós. Ég er hálf eftir mig síðan í gær og væri alveg til í að taka það bara rólega. Í kvöld ætla ég að keyra Dóru Lind í Grundarfjörð því hún ætlar á ball með Sixties. Svo er það vinnan á morgun og þá er páskafríið búið hjá mér.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Vikan í hnotskurn

Það hefur verið í nógu að snúast hjá mér undanfarið og ég hef verið löt við að blogga. Bæti út því með stuttu ágripi yfir það sem ég hef verið að gera síðan síðast.

  • Ég fór í bæinn á fimmtudaginn var eftir vinnu og fór til tannlæknis á föstudeginum. Sá góði maður var næstum búinn að ganga frá mér og ég sem á eftir að fara þrisvar enn. Fór í framhaldi af því með deyfinguna ennþá í mér og verslaði mér kjól og mussu. Heimsótti síðan Svönu frænku og Tásu litlu. (Tása er æðislegur kettlingur sem Svana var að fá)

  • Man ekki hvað ég gerði á laugardeginum annað en að fara með Dóru Lind á fund í Héðinshúsinu og heimsækja Svönu aftur, jú við Friðrik fórum og græjuðum fermingargjöf því systurdóttir Friðriks var að fermast á sunnudaginn var.

  • Á sunnudeginum fórum við Friðrik Reykjanesrúnt í þokkalegu veðri og komum við í Bláa Lóninu í bakaleiðinni. Síðan var farið í fermingarveislu kl. 17:00. Þar hitti ég í fyrsta skipti móðursystkyn Friðriks og það var mjög skemmtilegt.

  • Fór heim á mánudagsmorgun og hef verið að vinna síðan.

  • Jibbíiiiiiii er að fara til London 26. apríl og verð í viku!!!!

Ég á sem sagt frí á morgun og föstudaginn og ætla að njóta þess að slaka á. Dóra Lind og Drífa ætla báðar að koma vestur og vera fram á laugardag. Hlakka til að sjá þær. Ég ætla að fara í sund og gönguferðir ef veðrið verður þokkalegt annars finn ég mér eitthvað til dundurs.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Fyrstu skrefin til sjálfshjálpar

Í gærkvöldi fór ég í fyrsta skipti á ævinni á Al-Anon fund hér í Stykkishólmi. Ég gerði það eftir að mér hafði verið bent á að hér væri félag og það væru allir velkomnir af yndislegri konu. Ég er svo heppinn að vinnuveitandi minn er þvílíkur yndælis maður og það var meira en sjálfsagt að fá að skreppa í klukkutíma. Fundurinn var öðruvísi en ég bjóst við og ég fór í pontu síðust hágrátandi var reyndar byrjuð að gráta áður. En þarna þarsem ég stóð í pontu og reyndi að tala um líðan mín og hræðslu, fann ég bókstaflega streyma frá félagsmönnum bæði styrkur og samhugurþví þetta fólk þekkir þett af eigin raun. Takk fyrir og ég kem aftur á fundi til ykkar. Og þetta er fyrsta nóttin mín sem ég sef vel í marga mánuði. Og í dag líður mér eins og litlu barni, sem er að læra að feta sig í lífinu og er óstyrkt á fótunum. En nú veit ég hvar ég get sótt mér styrkinn og hjálp.

mánudagur, apríl 03, 2006

Út að borða með Drífu og Sigrid



Þessar myndir voru teknar á Narfeyrarstofu þegar við borðuðum þar í gærkvöldi. Stelpurnar skemmtu sér vel og í dag skoðuðu þær Víkingaskipið sem er verið að smíða í Skipavík. Þær eru nýfarnar af stað til Reykjavíkur og nú er hann farinn að blása á sunnan og gaman að vita hvernig veðrið verður á morgun því við Erla ætlum að fara í gönguferð kl. átta. Posted by Picasa

Dekur

Þetta var skemmtilegur sunnudagur hjá okkur. Í vinnunni var nóg að gera, veðrið gott og fólk kom bæði til að sóla sig þótt 6 stiga frost væri og til að synda. Svo var leikur hjá unglingaflokki og drengirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu í mjög spennandi og skemmtilegum leik. Ég vil hvetja fólk til að koma og horfa á þessa leiki því þeir eru engu minni skemmtun en leikirnir hjá meistaraflokki. Þegar ég kom heim úr vinnunni var Drífa komin í heimsókn með noska vinkonu sínu og við fórum á Narveyrarstofu og fengum okkur að borða. Namminam..

Í dag átti ég vaktafrí sem ég eyddi í tómu dekri. Fór kl. átta í morgun í gönguferð með Erlu og síðan beint í sund þar sem ég synti hálfan kílómeter. (Hljómar “lengra” en 500 metrar ekki satt) Síðan í pottinn og svo í vaðlaugina þar sem við lágum í sólbaði til 11 í morgun. Æðislegt. Síðan fór ég á snyrtistofu Katrínar til að fá augabrúnir, því klórinn í sundlauginni upplitar þær. Sem sagt æðislega góður dagur!!

laugardagur, apríl 01, 2006

Afmælisbarnið

Heima aftur

Komin heim aftur

Þá er ég komin heim aftur. Dreif mig af stað fyrir átta í gærmorgun og keyrði eins og óð væri því ég ætlaði að ná Friðrik áður en hann færi í bæinn. Ég keyrði í gegn um reykjarmökkinn af sinubrunanum á Mýrunum og ég finn ennþá reykjarlyktina. Ég finn til með þeim sem búa í nágrenni við eldinn, það hlýtur að vera nærri óbærilegt fyrir hita og svælu. Friðrik var farinn .þegar ég kom heim og það skrýtnasta var að ég varð aldrei vör við að ég hafi mætt honum.

Það var mikið fjör í vinnunni í gærkvöldi, 7.,8.,9., og 10. bekkir fengu að hafa innilaugina útaf fyrir sig og voru með heljar sndlaugarpartý. Þau skreyttu með blöðrum og settu upp blaknet og svo var mússík á fullu. Þetta gekk vonum framar og þessir krakkar eru alveg ótrúlega skemmtileg.

Í dag 1. apríl á hún Dóra Lind mín afmæli, er 21 árs. Til hamingju elskan. Ég á sem sagt vinnuhelgi og er að rjúka í vinnuna. Until later!!