þriðjudagur, apríl 25, 2006
Forskot á sumarfríið
Þá er ég kominn í tíu daga frí frá amstri hverstagsleikans og á bara eftir að henda einhverju ofan í tösku og er þá rokin af stað til Reykjavíkur og þaðan til Bretlands! Ég ætla sem sé að láta verða af því að heimsækja hana Önnu frænku mína sem býr í Bedford. Hún ætlar að vera svo væn að sækja mig á flugvöllinn og það eina sem hún bað mig um að gera var að kaupa harðfisk fyrir mömmu sína ef ég mætti vera að! Og það er auðsótt mál, ég geri það bara í fríhöfninni á morgun. Svei mér þá ég held bara að ég sé orðin spennt að fara. En ég læt vita af mér ef ég kemst í tölvu, en hafið þið að gott á meðan.