miðvikudagur, maí 31, 2006

Sigga á afmæli í dag



Nýjar myndir af barnabörnunum í Danmörku! Nú styttist í að þau komi í heimsókn, eftir mánuð eða svo. Mamma þeirra á afmæli í dag, til hamingju með daginn Sigga mín. Posted by Picasa

Síðasti dagur Rabba í sundlauginni

Þessi dagur var með skemmtilegti dögum sem ég hef upplifað í vinnunni! Sundlaugin var lokuð í dag, því hleypt var út henni í nótt og við mættum öll klukkan 8 í morgun að þrífa. Vopnuð skrúbbum og vatnsslöngum réðumst við til atlögu og skrúbbuðum og sprautuðum eins og við ættum lífið að leysa. Veðurguðirnir ákváðu að aðstoða okkur því það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Allir voru orðnir gegnblautir og örþreyttir þegar þessu lauk, en þetta var rosalegt fjör.

Í kvöld ætlum við svo að fara saman á Narfeyrarstofu og kveðja Rabba sem hættir með stæl í dag eftir ja ég veit svei mér ekki hvað mörg ár en þau eru vel yfir 20. Hann er kominn á aldur og hans verður sárt saknað af okkur samstarfsfólkinu. Ég veit svei mér ekki hvort sundlaugin getir hreinlega virkað eftir að hann er farinn. Ætla að skella mér í heitt bað til að ná úr mér kuldahrollinum og leggja mig áður en mæting er í matinn.

mánudagur, maí 29, 2006

Úrslit kosninga í Stykkishólmi

Þá er kosningunum lokið og meiri ró komin á fólk. Við hédum kosningavöku í Hótel Stykkishólmi og var vel mætt. Einhver bið var á því að þeir birtu fyrstu tölur en tæplega 700 manns voru á kjörskrá. Þegar talin höfðu verið 300 athvæði þá voru loks fyrstu tölur birtar og þær féllu  þannig: L- listinn 298 og D- listinn 302. Það fór kliður um mannskapinn og ég sá að Erlu minni var ekki rótt. Þegar 500 athvæði höfðu verið talin þá voru leikar jafnir 250 og 250. Þá sá ég á sumum að þeir voru búnir að gefa þetta frá sér. En einhvernvegin vissi ég alveg að við hefðum sigur og var alveg sallaróleg. Þegar búið var að telja allt nema utankjörfunda þá munaði aðeins 16 athvæðum okkur í vil og andrúmsloftið var rafmagnað. Fólk var mjöööööög spennt. Um það bil 15 mínótum seinna kemur svo Gretar og segist ætla að lesa upp lokatölur sem voru eftirfarandi:

D-listi sjálfstæðismanna og óháðra     382 atkvæði
L-listi félagshyggjufólks                     340 atkvæði
Auðir seðlar og ógildir                         16 atkvæði 

Það braust úr mikill fögnuð og Erla trúði varla því sem hún heyrði. En þessi sigur okkar má þakka henni og því ágæta fólki sem vann svo ötullega við hlið hennar. Síðan fagnaði folk fram eftir nóttu og var nú frekar erfitt að vakna í vinnu í gærmorgun og þurfa að vinna í 10 tíma. Ég var enda alveg búin í gærkvöldi. Ég á frí í dag og ætla að nota hann vel.

laugardagur, maí 27, 2006

OG ÞÁ ER BARA AÐ BÍÐA ÚRSTITANNA

Þá er þetta úr okkar höndum, ekki skiptir máli lengur hvað við segjum og gerum nú er þetta undir því komið hvað kjósendur gera þegar þeir eru einir með sjálfum sér inn í kjörklefunum. Við hljótum alltaf þegar upp er staðið að kjósa rétt að okkar áliti og útlit fyrir þær mest spennandi kosningar sem haldnar hafa verið hér í Stykkishólmi. Það kemur mér samt alltafjafn mikið á óvart óvönduð vinnubrögð L- listans og þekkingarskortur á reikningum sveitarfélagsins. Sá hái herra Jóhannes Finnur, hagfræðingurinn með aukamenntun í stjórnsýslu gerir sig sekan um það að leiðrétta réttar tölur með röngum. Hagfræðingurinn sem ber ábyrgð á 7 milljarða reikningsskilum hjá Háskóla Íslands gerir sig sekan um þvílíka klaufavillu að ég held svei mér þá að hann hafi þar með unnið kosningarnar fyrir D- listan. Ég fer að halda að fyrst hann gerir svona villur þá hljóti fjárhagur Háskóla Íslands vera mun betir en sagt er. Svo elskurnar mínar í d- listanum, sofið rótt og mætið úthvíldir í baráttuna á morgun

miðvikudagur, maí 24, 2006

Brrrrr, hóst hóst, snuff,snuff, atjúúúúú

Það er sama veðurblíðan hér í dag og undanfarna daga, norðaustanrok og hiti 0 gráður. Við verðum víst að horfa á þetta jákvæðum augum og með stóískti ró og þakka fyrir að hér sér hætt að snjóa.Veðurfræðingar spá ekki hlýnandi fyrr en eftir kosningar og geri ég ráð fyrir að það snögghlýni ef við sjálfstæðismenn vinnum kosningarnar en tæpt verður það. En við erum með harðsnúið og hæft fólk á listanum okkar og ég treysti því að Stykkishólmsbúar  séu skynsamt fólk og velji áframhaldandi framþróun á öllum sviðum  og kjósi þau á kjördag.

Það breyttist aðeins heimkoman hjá Dönunum mínum sem ætluðu að koma heim  aðfaranótt laugardagsins 1. júlí. Plúsferðir tóku sér það Bessaleyfi að fella flugið niður. Þetta fréttu þau á skotspónum (voru ekki látin vita) og þegar þau hringdu þá var þeim sagt að þau gætu farið daginn eftir. Þetta væri svo sem allt í lagi nema að það átti að skíra drenginn þeirra þann 2. júlí, búið að panta prestinn og veislusal og hvað eina. Það gengur auðvitað ekki upp og í augnarblikinu er allt í óvissu með hvenær barnið verður skírt. Svo er fólk líka búið að skipuleggja sig með tilliti til þessa svo þetta er hið versta mál.

Ég er í fríi í dag og ætla að nota hann til að reyna að taka aðeins til eftir síðustu gesti áður en næstu gestir koma sem er í kvöld en Friðrik er að fara suður og ná í bátinn sem hann var að kaupa og Drífa og Jón Örn koma með honum og ætla að vera eitthvað. Svo kannski fer ég í sund ef ég nenni. Ef þetta veður fer ekki að lagast þá fer maður að líta í kringum sig eftir húseignum  á Spáni!!

mánudagur, maí 22, 2006

Hvar ertu sumar?

Viljið þið spá í það að það er rétt rúmur mánuður þangað til daginn tekur að stytta aftur. Ég er að hugsa um að auglýsa eftir sumrinu sem lét sjá sig snemma í mai og stoppaði aðeins í fjóra daga. Í dag þann 22. maí 2006 þá snjóar hér í Hólminum. Úti er hiti við frostmark og snjómugga. Ég vorkenni svo vesalings farfuglunum sem flestir eru orpnir. Ég ætla ekki að búa á Íslandi í ellinni ef veðurfarið helst svona næstu árin. Ég þrái að komast í sól og hita og ég held að ég verðir hreinlega þunglynd í þessu árferði.

Vinnutörn þessa vikuna og svo á ég helgarvaktina. Ég hlakka til á laugardaginn kemur, kosið verður í sveitarstjórn og býst ég við afar spennandi kosningum.

föstudagur, maí 19, 2006

Kuldahrollur kvelur mig!!

Þá er ég komin í helgarfrí og úti er ískalt og rok. Ætlaði í sund eftir vinnu en hreinlega áræddi ekki. Bæti út því í fyrramálið í þeirri von að veðrið verði eitthvað betra og blíðara. Hýindin sem voru um daginn hurfu eftir að L-listinn birti sveitarstjóraefnið sitt og menn setti hljóða. Grundfirðingur var valinn, og það sem meira er, hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og ég er næstum því viss um að þegar inn í kjörklefan er kominn þá kýs hann sjálfstæðisflokkinn! Þessi “himnasending” kemur frá L-listanum, þeim sama og klikkti úr með það að Erla bæjarstjóri hefði komið í veg fyrir það, með því að samþykkja að fara í 4. sæti hjá okkur að hann gæti beðið hana um að vera áfram næðu þeir meirihluta. Í mínum huga sýnir þetta best kve ábyggilegt og trúverðugt þetta framboð þeirra er og ég treysti því að fólk hér í Stykkishólmi sjái í gegn um þessa “bráðskíru menn fólksins” sem “fólkið kaus og stillti upp” og gefi Erlu Friðriksdóttur athvæði sitt til að tryggja að hún verði hér áfram hjá okkur.

En annars er það helst að frétta að Dóra Lind kláraði prófin í dag, Drífa á afmæli í dag, Friðrik skrapp til Akureyrar snemma í morgun og Jón Örn, Arna og dætur koma í kvöld. Gerða og Seimur koma á morgun ef veðurútlit er “eyjavænt”, og ég er ein í kotinu og vafra um á netinu.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Oh what a beautiful morning, oh what a beautiful day

Er komin úr Reykjavík, fór til tannlæknis og spámiðils í gærmorgunmorgun og brenndi svo heim. Var komin í sólbað í sundlauginn kl. 15:30. Veðrið hér meiriháttar, ekki skýhnoðri á himni. Vona að það verði svona til kl:15:00 í dag því ég á að mæta á vaktina þá. Mín vegna má draga fyrir sólu eftir það. Ég bið ykkur um að fyrirgefa mér eigingirnina, ég meinti þetta ekki, og þó.......

Já ég hitti yndislega fullorðna konu í gær. Það geislaði af henni góðvildin og viskan. Bæði Kristín og Dóra voru búnar að fara til hennar og það voru alveg ótrúlegir hlutir sem hún vissi. Hún nefndi fólk með nafni og ég fékk margar heimsóknir. Get alveg mælt með henni ef fólk hefur áhuga á andleum málefnum.

mánudagur, maí 15, 2006

Á þönum út og suður

Eftir annasama helgi á ég loks frí á morgun!! Þarf reyndar að skjótast til Reykjavíkur og heimsækja tannlækninn í síðasta sinn í bili. Karlaklefinn hjá okkur er að mestu búinn og allir karlmenn yfir sig ánægðir með að þurfa ekki að "strippa" fyrir okkur starfsfólkið og aðra gesti á leið sinni út í laug. Það er greinilega heilmikið um ferðafólk og það skilar sér alltaf í sund. Verð að rjúka af stað þótt mig langi helst til að leggja mig.

sunnudagur, maí 14, 2006

Væringar í pólitíkinni

Þá er sunnudagur runninn upp, bjartur og fagur. Ég er stirð eftir hreingerningarnar í lauginni og mér líður eins og ég hafi orðið undir bíl. Veðrið hefur leikið við okkur þessa helgina og ös í vinnunni og verður þannig örugglega í dag. Ég tók mig til og svaraði rógskrifum umbonsmanns L-listans í bæjarblaðinu okkar og skrifaði til hennar (umboðsmannsisn) hógværa grein, þar sem ég benti henni á að svona skrif eins og hún hafi stundað undanfarið væru rógskrif  og ekki henni samboðin. Ég var því mjög hissa þegar maðurinn hennar kom til mín í vinnuna í fyrradag og óskaði mér til hamingju. Ég þakkaði að sjálfsögðu fyrir og þá sagði hann að hann vonaðist til að ég væri með frið í hjarta mínu., og kvað ég það svo vera eins og hann sæi og ef konunni hans liði jafn vel og mér þá væri hún í góðum málum. Henni hefur greinilega ekki liðið nægilega vel því í gær kon Ofurbaldur svo aftur til mín í vinnuna og í þetta skiptið með súkkulaðitertu sem hann sagðist ætla að gefa mér. Ég þakka að sjálfsögðu mikið vel fyrir og sagði sannleikanum smkvæmt að ég hefði vitað að greinin væri góð en að hún væri svona góð hafði  ég nú ekki gert mér grein fyrir. Og þá fór hann og hefur ekki sést aftur. Ég fór aftur á móti með tertuna á skrifstofu sjálfstæðismanna og bauð þeim í kaffi og skal ég segja ykkur að tertan smakkaðist vel og engin okkar dó!!! En L-listinn kynnti sveitastjóraefni sitt í gær. Það er enginn annar er Jóhannes Finnur Halldórsson fæddur og uppalinn í sjálstæðisflokki Grundarfjarðar. Svona er nú heimurinn skrýtinn. En nú verð ég að fara í bað og vinnan kallar, verður mikið að gera í dag í sólinni og góða veðrinu.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Sundlaugarfjör!!

Mig langar til að deila með ykkur þessum yndislega góða, skemmtilega, fallega, og ofurannasama degi, sem byrjaði kl. 7 í morgun og lauk núna um kl 23 í kvöld. Ég var sem sagt í vinnunni minni í sextán tíma og hafði varla tíma til að fara á klósettið því það var svo mikið að gera. Ég hef áður talað um búningsklefa karla en hann er enn í "viðgerð" og klárast vonandi um helgina en það sem gerði daginn svona eftirminnilegan var að við fengum fimm grunnskóla í heimsókn, eða réttara sagt 10. bekkinga frá 5 skólum!! Já tæplega 300 unglingar sem fóru í gegn um sundlaugina á rúmlega þremur og hálfum klukkutímum!! Þessar elskur voru þvílíkt prúð og kurteis að það er til fyrirmyndar fyrir aðra. "Húnavallaskóli, Langholtsskóli, Vallarskóli á Selfossi, Digranesskóli, og Árbæjarskóli, takk fyrir komuna og kennarar ykkar geta verið stoltir af ykkur öllum". En nú er ég um það bil að sofna og það verður annar svona langur dagur hjá mér á morgun og svo á ég helgarvaktina. Ég vona að ég verði með einhverju lífsmarki eftir þessa törn. Góða nótt.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Nokkrar myndir úr ferðinni minni til Englands

Þá er ég komin heim aftur og byrjuð á minni gömlu rútínu. Eins og sést hef ég verið löt við að blogga því nóg hefur verið að gera bæði í vinnunni og heima. Ég kom sem sagt heim á föstudagskvöld og sníkti mér kvöldmat hjá Erlu og Sigga með þessum líka flotta árangri. Fékk grillaðan humar a la Erla og var hann algjört lostæti. Notaði laugardag og sunnudag til að þrífa í kringum mig og síðan komu Rúnar, Íris og skotturnar hennar í heimsókn og borðuðu með mér. Af bæjalífinu er það helst að frétta að eitthvað er að byrja að koma kosningaskjálfti í fólk og ýmsar undarlegar greinar farnar að birtast í Stykkishólmspóstinum okkar. En það styttist líka óðum til kosning svo það er kannski ekkert skrýtið. En veðrið gæti ekki verið betra eða blíðara og nú ætla ég að láta hér staðar numið og skella mér í sund.

ST.Chatarine's Doc þar sem Charles Dickens skrifaði mikið

Svona var allur gróður orðinn "blómlegur"

King's College í Cambridges

Dansað í kringum maístöngina þann 1. maí


 Posted by Picasa

miðvikudagur, maí 03, 2006

Allt tekur enda um s'idir

Th'a er thessari skemmtilegu dvol minni h'er 'i Bedford ad lj'uka. 'eg er b'uin ad hafa thad allt of gott og thad verdur orugglega erfitt ad taka upp venjubundna r'utinu 'a n'yjan leik. Vid tokum thad r'olega thar til vid forum 'i Lunch 'a sveitakr'a, ekta enskri og svo aetlum vid ad skoda okkur um 'i thorpinu. 'Eg fer 'i loftid 20:40 OG lendi kl. 22:40 ad 'islenskum t'ima.

Anna og Bernie eru mikid yndaelisf'olk og 'eg hlakka mikid til ad hitta thau 'i sumar thv'i thau eru alveg 'akvedin ad koma til 'Islands 'a aettarm'otid. F'orum til London 'i gaer og medan Anna og 'Asta fraenka 'utr'ettudu, th'a rolti 'eg 'i b'udir 'i Coven Garden og keypti sm'avegis. Thad er ekki mikid 'od'yrara ad versla 'i London en 'i Reykjav'ik en 'urvalid er 'otr'ulegt. Sj'aumst, 'eg hlakka til ad koma heim eins og alltaf thv'i heima er best

mánudagur, maí 01, 2006

The Banker's day eda 1. ma'i 'i Englandi

Vid Anna vorum maettar kl. sex 'i morgun vid ma'i- stongina og thar var samankomid fullt af f'olki. Karlmennirnir voru alldir svipad klaeddir og med littlar bjollur 'i buxnask'almunum og str'ahatta skreytta bl'omum. Athofnin byrjadi med song og svo f'oru their ad dansa. Fyrst donsudu their 'i kring um stongina og h'eldu th'a 'i bordana og s'idan donsudu their thj'odlega dansa. Svo t'oku their p'asu medan their 'uthlutudu til hverrar konu frj'osemiskoku. 'Eg sagdist vera b'uin med /ann hluta l'ifs m'ins en samt slapp 'eg ekki. Thei sogdu ad 'eg skildi ekki gefa upp vonina, thessi kaka vaeri mognud. hahaha. S'idan vorum vid Anna dregnar med 'i dansinn og thetta var alveg meiri h'attar gamannThetta st;id yfir til h'alf 'atta og svo 'atti ad kr'yna ma'idrottninguna kl. 13:30 en vid drifum okkur 'i klukkut'ima gonguferd um n'agrennid og f'orum svo heim og logdum okkur. Vid aetlum ad taka tad r'olega 'i dag thv'i 'a morgun forum vid aftur til London og th'a aetla 'eg ad k'ikja sm'avegis 'i b'udir. 'Eg hef ekkert verslad ennth'a nema balletb'uning 'a Sunnevu, Keyptur 'i heimsfraegri Butieqe thar sem Konunglegi ballettin verslar 'a s'inar fraegu baller'inur. Svo r'olegt 'i dag og London 'a morgun.....