Viljið þið spá í það að það er rétt rúmur mánuður þangað til daginn tekur að stytta aftur. Ég er að hugsa um að auglýsa eftir sumrinu sem lét sjá sig snemma í mai og stoppaði aðeins í fjóra daga. Í dag þann 22. maí 2006 þá snjóar hér í Hólminum. Úti er hiti við frostmark og snjómugga. Ég vorkenni svo vesalings farfuglunum sem flestir eru orpnir. Ég ætla ekki að búa á Íslandi í ellinni ef veðurfarið helst svona næstu árin. Ég þrái að komast í sól og hita og ég held að ég verðir hreinlega þunglynd í þessu árferði.
Vinnutörn þessa vikuna og svo á ég helgarvaktina. Ég hlakka til á laugardaginn kemur, kosið verður í sveitarstjórn og býst ég við afar spennandi kosningum.