miðvikudagur, maí 24, 2006

Brrrrr, hóst hóst, snuff,snuff, atjúúúúú

Það er sama veðurblíðan hér í dag og undanfarna daga, norðaustanrok og hiti 0 gráður. Við verðum víst að horfa á þetta jákvæðum augum og með stóískti ró og þakka fyrir að hér sér hætt að snjóa.Veðurfræðingar spá ekki hlýnandi fyrr en eftir kosningar og geri ég ráð fyrir að það snögghlýni ef við sjálfstæðismenn vinnum kosningarnar en tæpt verður það. En við erum með harðsnúið og hæft fólk á listanum okkar og ég treysti því að Stykkishólmsbúar  séu skynsamt fólk og velji áframhaldandi framþróun á öllum sviðum  og kjósi þau á kjördag.

Það breyttist aðeins heimkoman hjá Dönunum mínum sem ætluðu að koma heim  aðfaranótt laugardagsins 1. júlí. Plúsferðir tóku sér það Bessaleyfi að fella flugið niður. Þetta fréttu þau á skotspónum (voru ekki látin vita) og þegar þau hringdu þá var þeim sagt að þau gætu farið daginn eftir. Þetta væri svo sem allt í lagi nema að það átti að skíra drenginn þeirra þann 2. júlí, búið að panta prestinn og veislusal og hvað eina. Það gengur auðvitað ekki upp og í augnarblikinu er allt í óvissu með hvenær barnið verður skírt. Svo er fólk líka búið að skipuleggja sig með tilliti til þessa svo þetta er hið versta mál.

Ég er í fríi í dag og ætla að nota hann til að reyna að taka aðeins til eftir síðustu gesti áður en næstu gestir koma sem er í kvöld en Friðrik er að fara suður og ná í bátinn sem hann var að kaupa og Drífa og Jón Örn koma með honum og ætla að vera eitthvað. Svo kannski fer ég í sund ef ég nenni. Ef þetta veður fer ekki að lagast þá fer maður að líta í kringum sig eftir húseignum  á Spáni!!