laugardagur, maí 27, 2006

OG ÞÁ ER BARA AÐ BÍÐA ÚRSTITANNA

Þá er þetta úr okkar höndum, ekki skiptir máli lengur hvað við segjum og gerum nú er þetta undir því komið hvað kjósendur gera þegar þeir eru einir með sjálfum sér inn í kjörklefunum. Við hljótum alltaf þegar upp er staðið að kjósa rétt að okkar áliti og útlit fyrir þær mest spennandi kosningar sem haldnar hafa verið hér í Stykkishólmi. Það kemur mér samt alltafjafn mikið á óvart óvönduð vinnubrögð L- listans og þekkingarskortur á reikningum sveitarfélagsins. Sá hái herra Jóhannes Finnur, hagfræðingurinn með aukamenntun í stjórnsýslu gerir sig sekan um það að leiðrétta réttar tölur með röngum. Hagfræðingurinn sem ber ábyrgð á 7 milljarða reikningsskilum hjá Háskóla Íslands gerir sig sekan um þvílíka klaufavillu að ég held svei mér þá að hann hafi þar með unnið kosningarnar fyrir D- listan. Ég fer að halda að fyrst hann gerir svona villur þá hljóti fjárhagur Háskóla Íslands vera mun betir en sagt er. Svo elskurnar mínar í d- listanum, sofið rótt og mætið úthvíldir í baráttuna á morgun