þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Taka tvö, nýja bloggið

Ég er nú þvílíkur klaufi að tárum tekur. Mér tókst að klúðra slóðinni á nýja bloggið mitt. Gat ekki einusinni haft slóðina rétta en af þessu lærir maður vonandi. rétta slóðin er:

www.123.is/oddrunasta

Vonandi kemst þetta til skila núna og látið endilega heyra frá ykkur.

Skipt um bloggsíðu

Jæja elskurnar mínar, nú fór ég alveg með þetta blogg mitt! Einhvern vegin tókst mér að fara svo að ráði mínu þegar ég ætlaði bara að útlitsbreyta síðunni minni að ég hreinlega eyðilagði hana. Nú er ekki hætt að gefa comment og ég er alveg í öngum mínum. Já, nú voru góð ráð dýr og ég ákvað að hætta að blogga á þessa síðu. Hafði reyndar ætlað lengi að breyta um bloggþjón og nú er ekki aftur snúið. Þetta er síðasta bloggið mitt hér og nýja síðan mín er eftirfarandi:
www.123.is.oddrunasta

Ég vona að ég sjái ykkur öll þar og og hlakka til að heyra frá ykkur.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Lífið er líkamsrækt !!

Ég er svo glöð þessa dagana. Ég er alveg viss um að allt ceratonið sem losnar í heilanum á mér við öll slagsmálin við tækin hefur eitthvað með þetta að gera. Síðan skemmir nú veðrið ekki fyrir því hér er búin að vera sól og blíða síðan á laugardaginn var. Það er allt svo miklu fallegra þegar svona bjart er og ótrúlegt en satt, tópakshornin sem hún Auður Rafns setti í blómakerið með syprusnum við vaðlaugina eru enn að blómstra. Mér skilst samt að nú verði breyting á því framundan virðist vera margra daga rigning ef síðasta veðurspá Þórs Jakobssonar rætist. Það er heilmikil eftirsjá í honum að mínu áliti og vonandi kemur einhver góður í staðin. Ég bendi hér með á hana Siggu sól, sem var svo skemmtileg á NFS og gaman væri að fá hana til að poppa þetta upp hjá ríkissjónvarpinu.

En svo ég snúi mér að mínum hjartans málefnum þessa dagana, þá er að verða komin mánuður í þessari törn hjá okkur Gerði og Guðlaugu og síðasti tíminn verður á föstudaginn, mjög snemma að vanda. Þá kemur í ljós hvað áunnist hefur á þessum tíma en við höfum samt ákveðið að taka annan mánuð því þetta er búið að vera svo skemmtilegt. Ég hel allavegana rýrnað dálítið þó svo ég hafi ekki mikið lést og get ég vonandi verið sátt við frammistöðuna. Kemur í ljós á föstudaginn!!

mánudagur, október 30, 2006

Við höfum verið að tala um það við þrjár sem erum saman í einkaþjálfunninni hvað við séum miklu léttari (nú bæði á okkur þótt kílóunum fækki ekki mikið) í lund síðan við fórum að æfa. Það er bara varla að það fari af okkur brosið, já þetta er alveg satt (allavega ekki mikið ýkt) og við erum með skýringu á þessu undarleg- og skemmtilegheitum!! Hér kemur svo hún. Við mikla áreynslu framleiðir heilinn seraton og seratonið er stundum líka kallað gleðihormóninn. Þetta ku vera vísindalega sannað og okkur fannst þetta allrar athygli vert og spurning hvort þarna sé ekki komið læknismeðferð við skammdegisþunglyndi sem hrjáir marga.

Svo voru breskir vísindamenn að uppgvöta að ef ákveðið gen (það heitir nú eitthvað en ég man bara ekki hvað) frá báðum foreldrum sínum þá séu tvöfallt meiri líkur á því að þetta fólk fái Sykursýki II. Hingað til hefur þetta alltaf verið tengt offitu en rannsóknir í Bretlandi sýna að jaft hlutfall sé af fólki með Sykursýki II af völdum offitu og þess að vera með þetta gen frá báðum foreldrum. Ég býst þá við að þar sé komin skýringin á minni sykursýki.

Ég er að fara á leik hjá Snæfelli í íþróttahúsinu í kvöld og vonandi vinna þeir Þór Þorlákshöfn með frábærri frammistöðu. Þeir hafa bara leikið einn heimaleik til þessa og hann tapaðist því miður. Vil svo nota tækifærið og þakka ykkur vinir mínir fyrir commentin á skrifin mín. Það hvetur mann áfram með skrifin að vita að einhver nennir að lesa þótt þetta séu nú misvönduð skrif. En það er bara eins með að skrifa og annað, ég allavega er ekki alveg í formi til þess. Takk fyrir mig og heyrumst.

laugardagur, október 28, 2006

Skammdegi

Svei mér þá mér fannst varla birta almennilega í gær. Það var rigning og þungskýjað og ekki orðið vel bjart fyrr en kl. 10:30 og byrjað að skyggja aftur klukkan hálf fimm síðdegis. Við erum sem sagt að sigla inn í svartasta skammdegið. Það er kominn ekta kertatími og svei mér þá af því að ég ætla að baka smákökurnar eftir mánaðarmótin þá mundi ég setja jóladisk í geislaspilarann ef hann væri á staðnum. Græjurnar mínar fóru upp í sumarbústað í sumar, og það á að fjárfesta í nýjum. Þær koma með Óla og Sólrúnu þegar við förum að borða á Narfeyrarstofu í byrjun desember. Þá get ég vonandi spilað alla geisladiskana sem mér hafa áskotnast og ekki getað spilað því hinn var orðinn svo lélegur að hann tók ekki nema einn og einn disk. Ég veit fátt betra á þessum árstíma en að sitja í rólegheitum yfir kertaljósi og rauðvínsglasi og hlusta á ljúfa músík. Kúra mig helst undir teppi og slaka vel á. Yndislegt!!
 
Það verður langur dagur hjá mér í vinnunni í dag. Fjölliðamót í minibolta og körfuboltaleikur hjá Mostra. Það koma ein sex lið í heimsókn og það verður eflaust mikið fjör. Þetta stendur yfir til sex í kvöld og þá kemur meistaraflokkur á æfingu. Það þar einhver að vera í húsinu á meðan og ég tók það að mér. Ég get dundað mér við að þrífa neðri hæðina á meðan svo mér leiðist ekki en þeir verða alveg til 22:30 að klára sig af því að fara í sturtu. Þeir (meistaraflokkur) ganga undir því skemmtilega nafni hjá okkur starfsfólkinu í íþróttamiðstöðinni "hreindýrin" því þeir eru verstu sóðar sem ég þekki og ganga um klefana eins og þeir hafi ekki hugmynd um að  til sé eitthvað sem heitir snyrtimennska. Ótrúlegt.
 
En dagurinn hjá mér byrjar í einkaþjálfun kl. 9:00 með Gerði og Guðlaugu. Síðasti tími var góður eins og vant er og ég hlýt að vera gera eitthvað að viti miðað við harðsperrurnar sem ég fæ alltaf. Róbert er laginn við að breyta æfingunum okkar þannig að ég allavegana er alltaf með harðsperrur. Verst er að ég hef ekkert lést frekar og það var nú aðaltilgangurinn. Mér finnst ég ekki vera borða "neitt" eins og allir sem eru í mínum sporum segja við sjálfan sig en eitthvað geri ég rangt því "þú ert það sem þú étur" stendur einhversstaðar skrifað!!
 
Í lokin vil ég aðeins tjá mig um efnahagskerfið og hagkerfið okkar. Mikið kemur vel í ljós hvað við Íslendingar erum smáir og hvað þetta velferðarkerfi okkar stendur á miklum brauðfótum þegar frétt frá hinu danska Ekstrabladet getur talað niður gengið okkar um eitt og hálft prósent í gær. Ég ætla að ekki að hafa skoðun á því hvort Danir séu svona öfundsjúkir út í hvað íslenskum fjármálamönnum og fyrirtækjum hefur gengið vel eða, eins og þeir (Danir) vilja meina að þetta séu svik og prettir sem ná alla leið til Afríku, þá finnst mér samt það lýsa þessari svokölluðu hagsæld okkar íslendinga best þegar "danskir" blaðamenn geta valdið svona sveiflu á hlutabréfum okkar og gengi.

fimmtudagur, október 26, 2006

Út og suður, aðallega norður, hahaha

Jæja elskurnar mínar, þá loksins gef ég mér tíma til að setjast miður og blogga örlítið. Ég hef hreinlega ekki mátt vera að því síðan ég kom úr Mosfellsbænum. Hjónin skiluðu sér þarna um nóttina og gáfu mér bæði Ilmvatn og bodylotion frá Versage og varalit í þakklætisskyni fyrir passið. Reyndar skilaði ég börnunum af mér báðum hálflösnum, Sunneva var komin með eyrnabólgu og Andri minn fékk svona ofnæmi fyrir penicilininu sem hann var að taka.

Ég fór beint í vinnu þegar ég kom heim og hef ekki gert annað en að vinna og fara í einkaþjálfun kl. 5:30 á morgnana og mætt þess á milli til að brenna. Það gengur samt hægt að létta sig en ég finn að ég styrkist óðum.

Í gær átti ég morgunvakt og sótti svo Birtu skottu á leikskólann. Passaði hana til átta um kvöldið og fór á fund hjá Emblunum því Magndís hafði verið svo væn að bjóða mér með. Þetta reyndis vera mjög skemmtilegtur fundur og kynntist ég nýrri hlið á konum hér og þær komu virkilega á óvart. Ég held að starfsemi Emblanna höfði frekar til mín en Lionsstarfið og ég ætla að segja mig úr Lionsklúbbnum og íhuga að ganga í Emblurnar eftir það. Sem sagt gaman gaman hjá mér.

Ég má til að koma inn á hvalveiðar Íslendinga sem útlendingar eru að trompast yfir. Ég var að vinna í Botnskálanum þegar ég var unglingur og hef margoft séð hval skorinn. Ég var þeirri stund fegnust þegar brækju- og ýldulyktin hvarf úr hvalstöðinni á sínum tíma. Ég held að þótt við veiðum eitthvað af hval þá verður það aldrei í sama mæli og áður fyrr. Heil kynslóð fólks hefur aldrei smakkað hvalkjöt og hvað mig varðar þá get ég ekki sagt að ég hafi áhuga á að borða hann. Mun alls ekki kaupa hann og matreiða fyrir mig og mína en færi ferkar til Summa á Fimm fiskum og borðaði Shusi Hval, hann er ætur svoleiðis og bara nokkur góður. Until later my friends

föstudagur, október 20, 2006

Leyndarmálið upplýst

Jæja þá er að upplýsa ykkur um leyndarmálið mitt en annars finnst mér þið eiginlega ekki nægilega forvitin. Samt, loforð er loforð og ég verð að standa við það. Fyrst ætla ég að segja ykkur að allt gengur ljómandi vel hjá mér, Andra og Sunnevu. Þau eru ósköp góð og Andri hjálpar mér heilmikið með systur sína. Hann fer á fótboltamót til Keflavíkur á morgun en við Sunneva ætlum í ræktina í fyrramálið. En það er þetta með það sem ég ætla að gera um mánaðarmótin, ég ætla að baka jólasmákökurnar, allar sortirnar (þær eru bara fimm) nema Sörurnar því þær bökum við Kristín Ýr og Helga vinkona hennar alltaf saman og skemmtum okkur konunglega. Svo er stefnan að fara á jólarall á eftir í miðbæ Reykjavíkur og fá jólastemminguna þar beint í æð.

Góða helgi en ég er alls ekki hætt að blogga þessa helgina.