Þá er kosningunum lokið og meiri ró komin á fólk. Við hédum kosningavöku í Hótel Stykkishólmi og var vel mætt. Einhver bið var á því að þeir birtu fyrstu tölur en tæplega 700 manns voru á kjörskrá. Þegar talin höfðu verið 300 athvæði þá voru loks fyrstu tölur birtar og þær féllu þannig: L- listinn 298 og D- listinn 302. Það fór kliður um mannskapinn og ég sá að Erlu minni var ekki rótt. Þegar 500 athvæði höfðu verið talin þá voru leikar jafnir 250 og 250. Þá sá ég á sumum að þeir voru búnir að gefa þetta frá sér. En einhvernvegin vissi ég alveg að við hefðum sigur og var alveg sallaróleg. Þegar búið var að telja allt nema utankjörfunda þá munaði aðeins 16 athvæðum okkur í vil og andrúmsloftið var rafmagnað. Fólk var mjöööööög spennt. Um það bil 15 mínótum seinna kemur svo Gretar og segist ætla að lesa upp lokatölur sem voru eftirfarandi:
D-listi sjálfstæðismanna og óháðra 382 atkvæði
L-listi félagshyggjufólks 340 atkvæði
Auðir seðlar og ógildir 16 atkvæði
Það braust úr mikill fögnuð og Erla trúði varla því sem hún heyrði. En þessi sigur okkar má þakka henni og því ágæta fólki sem vann svo ötullega við hlið hennar. Síðan fagnaði folk fram eftir nóttu og var nú frekar erfitt að vakna í vinnu í gærmorgun og þurfa að vinna í 10 tíma. Ég var enda alveg búin í gærkvöldi. Ég á frí í dag og ætla að nota hann vel.