föstudagur, september 29, 2006

Önnum kafin í Wasington

Þá er nú langt liðið á dvölina okkar hér bara þrír dagar eftir. Tíminn hreinlega flýgur áfram. Það er reyndar alltaf svo þegar eitthvað er skemmtilegt. Við(ég meina auðvitað ég því Friðrik er búinn að sjá þetta allt saman áður) erum búin að skoða flest öll minnismerkin og Arlingtonkirkjugarðinn þar sem John F. Kennedy, Jaquline Bouvier Kennedy og John og Charoline börn þeirra eru grafin. Þar logar eldurinn eilífi og skammt þar frá er Robert Kennedy grafinn. Minnismerkið um óþekkta hermanninn var uppi á hæð og drjúkt labb þangar og þar sáum vaktaskipti sem voru mjög formleg og samt hátíðleg. En þessi skoðunarferð var sko kapituli útaf fyrir sig. Við byrjuðum í garðinum á því að skoða minnismerki um þá sem féllu í Vietnam stríðinu. Minnismerkið ger svartur marmaraveggur ca. 200 metra langur og frá ca. 1.20 -3 gja metra hár með nöfnum allra sem létu lífið í Vietnam stríðinnu. Síðan var var minnismerkið um Lincoln skoðað sem er alveg afskaplega fallegt. Þegar þú ert komin upp allar tröppurnar og horfir yfir vatnið í beina línu að Nálinni sem er minnismerki um fyrsta forseta Bandaríkjanna Georg Wasington þá sérð þú hve fallegir og tignarlegir þessir staðir eru. Nálin er eina minnismerkið sem við stoppuðum ekki við en við búum þarna rétt hjá svo viðætlum bara að labba og skoða hana sjálf. Síðan var haldið að minnismerki um þá sem féllu í Kóreustríðinu og þar hefur verið settur upp orustuvöllur, með hermönnum og hjúkrunarfólki í fullri stærð með alvæpni á flótta undan óvininum. Þetta var ótrúlega áhrifamikið að sjá þetta. Svo voru það minnismerkin um báðar heimstyrjaldirnar. Minnismerkið um seinni heimstyrjöldina er eiginlega að mínu mati fallegasta minnismerkið og síðan var það minnismerkið um Jefferson forseta og þinghúsið. Það er auðveldlega hægt að eyða þarna heilum degi en við fengum "tvo tíma", já ég segi og skrifa tvo tíma og urðum hreinlega að hlaupa á milli staða. En þetta var samt mjög gaman. Við erum bara búin að skoða eitt safn, safnið um módern arkitektúr og skúlptúra en á laugardagskvöldið er öllum félögum AASF boði í garðinn og þá getur maður skoðað þau söfn sem maður vill og ég býst við að það verði vandinn mestur að velja úr.

En í gær eyddi ég deginum í Georgstown, kláraði að versla jólagjafirnar og verslaði smávegis á mig. Síðan borðuðum við Friðrik þar á Japönskum stað þar sem allir sátu í U í kringum stóra hitaplötu og kokkurinn stóð hinn vígalegasti og brytjaði hráefnið niður og steikti ásamt grænmeti og hrísgrjónum á mikilli list, á milli þess sem hann lamdi hnífnum og gafflinum ofan í borðið eða kastaði áhöldunum upp í loftið. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og gott. Við sátum við borð með níu ungum mönnum sem eru í háskólanum í Georgestown og þeir voru æðislega skemmtilegur félagsskapur drukku japanskan bjór og Sakí sem þeir helltu í staup og settu ofana á prjónana sem þeir voru áður búnir að leggj ofan á glasbarminn. Síðan var galdurinn sá að lemja með báðum hnefum í borðið báðum megin við bjórglasið svo staupið með Sakí snafsinum ditti ofan í bjórglasið og svo var allt saman þambað í einum rikk.

Í dag ætla ég að skreppa í Georgestown eftir buxunum sem ég keypti í gær því það þurfti að stytta þær og síðan ætlum við Friðrik að skreppa í Cristal City sem er verslunarkjarni með "öðruvísi" og "sérstökum " gjafavörum. Í kvöld er síðan mótaka fyrir erlenda lækna og við ætlum að skreppa þangað. Svona hafa allir dagar verið með stífa dagskrá og enginn tími til að slappa af. Læt þetta duga í bili hafið það gott....

þriðjudagur, september 26, 2006

Ummm hér er yndislegt að eyða tíma og peningum!!

Þá er ég búin að vera tvo sólarhringa hér og það er yndislegt að vera í Wasington DC, veðrið er bara eiginlega of gott, mjög hlýtt, ca 25-27 stig en það er líka mjög rakt og við erum kófsveitt. Erum búin að rölta heilmikið um og skoða og einnig eru jólagjafirnar flestar af. Aumingja lappirnar á mér eru aumar og bólgnar eftir allt plampið í búðirnar. fer í skoðunarferðir á morgun þannig að þá er hægt að hvíla fæturna. Ráðstefnan byrjar sem sagt hjá Friðrik á morgun og þá eyði ég tímanum ein. En ég verð að segja ykkur að ég tók að gamni mínu próf á netinu um í hvaða borg Evrópu ég ætti heima og samkvæmt því þá á ég að eiga heima í París!! Ég er alveg hjartanlega sammála því og ég held svei mér þá að eitthvað sé að marka þetta. Ég hvet ykkur til að prófa og hér koma mínar niðurstöður!


You Belong in Paris
You enjoy all that life has to offer, and you can appreciate the fine tastes and sites of Paris.You're the perfect person to wander the streets of Paris aimlessly, enjoying architecture and a crepe.
http://www.blogthings.com/whateuropeancitydoyoubelonginquiz/

föstudagur, september 22, 2006

Orkuboltar!!

Við Kristín Ýr vöknuðum eldsnemma í morgun og þrifum hjá henni húsið hátt og lágt. Ég er alveg hissa hvað henni gengur vel að gera verkin sín svona einhent og sérstaklega þar sem þetta er nú hætri hendin hennar og hún rétthent. Hér ilmar sem sagt allt af hreinlæti. Við ætlum að fá leyfi hjá nágrannakonu hennar til að fá að tína ribsber úr garðinum hennar því þau liggja undir skemmdum og síðan ætla ég að sulta þau þegar ég kem heim aftur. Já það er sem sagt komið að ferðinni til Wasington, við förum í flug á morgun. Ég get lofað ykkur því að ég blogga örugglega á meðan ég er úti því í fyrsta skipti á æfinni tek ég fartölvuna með mér til útlanda.

Í gærkvöldi sóttu Óli og Sólrún mig og tóku mig með í heimsókn til tengdaforeldranna sem búa í Holtsbúð. þau eru orðin frekar lasburða enda háöldruð og ég sá bara mikinn mun á gamla manninum frá því í byrjun ágúst. Það er komin haust hjá þeim báðum í orðsins fyllstu merkingu. En svona er nú bara lífið. Síðan kíktum við á leiðinni heim til Sævars og Maju og er alltaf jafn gaman að hitta þau. Sævar er ótrúlega hress eftir aðgerðina og lítur mjög vel út og Maja er alltaf jafn sæt og fín.

En ég er orðin full tilhlökkunar að fara til útlanda og bið að heilsa ykkur í bili.

miðvikudagur, september 20, 2006

Tilhlökkun

ÉG er ennþá lasin og það er að vera komin vika á morgun. Ég mætti í gær í vinnuna mína og dugði hálfan daginn og nú er ég bara komin í frí þangað til ég fer út. Vignir vill að ég liggi þetta út mér því hann lenti svo illa í þessari pest, lá í tíu daga og Kristín Ben var veik í hálfan mánuð. Svo ég gegni bara og læt mér leiðast hérna heima. En það fer að líða að því að við Friðrik förum til Wosington DC, förum sem sagt á laugardaginn. Ég er nú farin að hlakka til og þá hlýtur mér nú að vera að batna. Ég er með langan lista um hvað á að versla, aðallega fatastærðir barnabarnanna því við ætlum að kaupa jólagjafirnar fyrir þau úti. það eru svo falleg föt í Ameríku. Við verðum í átta daga og það er alveg mátulegt því svo förum við aftur í janúar.

En núna ætla ég að segja ykkur það að hér í Stykkishólmi er alveg meiriháttar fallegt veður og er búið að vera þannig síðan fyrir helgi. Sól og logn að mestu og 12 stiga hiti. Ég hef samt grun um að það sé aðeins kaldara í dag því það er svo bjart. Litadýrðin er svo mikil í gróðrinum alskonar grænir, gulir, rauðirbrúnir og jafnvel svartir skreyta tré og runna og þegar ég sé svona fegurð í náttúrunni þá vildi ég óska að ég gæti málað..............

sunnudagur, september 17, 2006

Í afturbata horfandi á enska boltan

Ég er hreinlega búin að vera handónýt síðan á fimmtudag, þvílík pest!! Ég man bara varla eftir að hafa verið svona hundveik. Ég lét mig hafa það og mætti á laugardeginum í vinnu og dugði hálfan dagin og í morgun mætti ég til þess eins að fara strax heim aftur. Mér hefur svo sem ekkert leiðst í dag því margir frábærir leikir voru á dagskrá. Liðið mitt Arsenal gerði góða ferð til Manchester og vann sanngjarnan sigur á Manchester United í einum skemmtilegasta leik sem ég hef bara séð!!

Andri Freyr og Jónas Bjarni voru á leiknum og því miður fyrir þá fór leikurinn svona. En maður verður samt að geta unnt betra liðinu að vinna og vera ekki að svekkja sig þótt gangi ekki akkúrat eins og maður helst hefði óskað sér. Púkinn í mér lét mig hringja í Jónas strax eftir að Arsenal skoraði og hann svaraði mér bara til þess að segja mér að hann nennti ekki að tala við mig núna og skellti svo á. Skrýtið!! En hann hlýtur að jafna sig á þessu og fyrirgefa mér stríðnina. En það er best að hætta í bili. Adieau mon amis

föstudagur, september 15, 2006

Barkabólga ojbara

Sjaldan er ein báran stök. Ég ligg bara bakk í barkabólgu, get varla talað og svo fylgir þessu hausverkur og beinverkir. Ég er nú mest fúl yfir því að veðrið er búið að vera mjög gott bæði í dag og í gær og það hefði verið æðislegt að geta farið í gönguferð eða skellt sér í sund fyrir vinnu, en ég gat ekki mætt í vinnuna mína í gær og ekki mæti ég heldur í dag, er ennþá með hita og alveg að drepast í hálsinum. Friðrik segir þetta vera veirupest sem búin er að ganga hér síðastliðnar 3 til 4 vikur og fólk liggi allt frá 2 dögum upp í 2 vikur. Ég er nú harðákveðin að mæta í vinnuna á morgun því ég á helgarvaktina. Ég ætlaði reyndar að fá þessari helgi skipt og vera að hjálpa Kristínu Ýr eftir aðgerðina en það gekk ekki, enda má segja að það hefði verið frekar lítið gagn í mér eins og heilsufarið er akkúrat núna. Hún verður ein með Sunnevu um helgina því Jónas og Andri eru að fara í dag til Manchester á leik hjá ManUn og Arsenal (það er mitt lið). Ég dauðöfunda þá en vona bara að þeir skemmti sér vel þótt auðvitað vinni Arsenal. Vonandi gengur allt vel hjá henni en mér fannst mjög leiðinlegt að geta ekki aðstoðað hana í þetta sinn. En svona gengur þetta stundum. Heyrumst

fimmtudagur, september 14, 2006

Góðir gestir

Það er búið að vera búið mikið að gera hjá mér undanfarna daga. Sigga tengdadóttir er á landinu með stelpurnar og eftir vinnu á þriðjudaginn ók ég í brjáluðu suðaustan roki og rigningu inn á Hellidand til að hitta þær aðeins. Sigga er í fjarnámi í kennaraháskólandum en þarf að mæta þrisvar fyrir jól. Í þetta skipti voru þetta tvö námskeið og þau voru með nærri viku millibili þannig að hún þarf að vera 10 daga á landinu. Síðan kemur hún aftur bæði í október og nóvember. Ég kalla Sverrir minn bara góðan að hugsa um strákinn á meðan með sínu námi en reyndar er þetta það sem við konurnar erum vanar að gera og finnst það lítið mál.

Ég fór síðan í heimsókn til Irisar og Dóra því þau eru flutt í nýja húsið sitt. Það er stórglæsilegt og þau komast vel fyrir í því, það er nærri 300 fermetrar. Rúnar býr hjá þeim líka á meðan hann bíður eftir að geta keypt húsið í Ólafsvík.

Mæja og Salbjörg vinkonur mínar út Grundarfirði komu svo í heimsókn í gærkvöldi og við gerðum eins og við vorum vanar, fórum og fengum okkur að borða á Narfeyrarstofu sem klikkar aldrei. Við sátum og slúðruðum um heima og geyma og skemmtum okkur hið besta. Ætlum að fara næst fljótlega eftir að ég kem heim frá Wasington DC. Það eina sem skyggði á voru fréttirnar af lasleikanum á henni Hildi vinkonu okkar en vonandi er það ekkert alvarlegt. Við hugsum allar til hennar.

Og svo er það Rockstar Supernova. Ég vakti í fyrrakvöld og horfði á tónleikana og kaus síðan Magna í klukkutíma á eftir en því miður sofnaði ég í upprifjuninni í gær og sá aldrei úrslitin. Friðrik sagði mer bara hvernig fór þegar hann vakti mig til að ég flytti mig inn í rúm út stofusófanum og þannig fór það. bestu kv.

mánudagur, september 11, 2006

Dóra Kisulóra kann að klifra

Ver að sýna ykkur að það eru líka íþróttir í þessum lýðháskóla. Er húnn ekki klár? Posted by Picasa

Dóttirin í Danmörku

Bara svo þið sjáið öll að henni Dóru minni leiðist ekki hætis hóti í skólanum set ég hér inn nokkrar myndir sem ég "rændi" af netinu. Það er tómt djamm á þessum unglingum og ekki laust við að manni langi til að taka þátt í því svona stundum. Annars er hún lasin í augnarblikinu og kemst ekki í tíma á kajak í dag. Eitthvað að stríða henni nammiátið í gærkvöldi, hahaha


Svona er lífið í íþróttalíðháskólanum í Árósum á milli kajaksiglinga, klettaklifurs og hjólreiðatúra, ekki leiðinlegt hjá þeim og danski bjórinn greinilega mjööög góður haha hehehe.


En ég hef verið frekar löt við að blogga undanfarið. Hef svo sem lítið að segja í fréttum annað en þetta venjulega. Ég fékk fullt af gestum um helgina, Drífu, Rúnar, Tinnu (hundurinn hans Rúnars) og svo kom Friðrik Örn í gærkvöldi því Erla þurfti að fara á fund í morgun.

Það var gengið til góðs þessa helgi og vonandi hefur það gengið vel. Því miður gat ég ekki komið með í þetta sinn en er alveg tilbúin að leggja góðu málefni lið. Mér finnst samt stundum vanta á hjá líknarfélögum að horfa til þeirra sem bágt eiga á Íslandi. Þetta árið hafa orðið mörg hræðileg bílslys, þar sem ungir fjölskyldufeður hafa látið líf sitt. Ein og t.d. slysið sem varð á Garðsafleggjara í sumar. Þar fórust tveir menn, annar rúmlega þrítugur og hann átti 25 ára gamla konu og þrjú ung börn, þriggja mánaða,tveggja ára og fjagra ára. Þessi unga kona þarf örugglega stuðning og mér finnst að hann eigi að koma frá líknarfélögum ein og frá hinum almenna borgara. Ef einhver hefur áhuga þá er reikningsnúmerið á söfnunarreikning hennar eftirfarandi: 1109-05-411333. Hafið það svo gott í dag elskurnar mínar Posted by Picasa

þriðjudagur, september 05, 2006

Blogg molar í vaktafríi.

Ég mátti til að láta þessa mynd fylgja því mér fannst hún svo skondin. Þetta eru Kósakkarnir í Spóahöfðanum, þeim verður trúlega ekki kalt á höfðinu í vetur haldið þið það nokkuð? En satt best að segja hefði mér nú ekki veitt af svona höfuðfati um helgina því á meðan höfuðborgarbúar og sunnlendingar nutu 20 stiga hita logn og sólar þá norpuðum við hér í Hólminum í 6-8 stiga hita, norðanroki og sólarleysi. Svona er nú misskipt veðurgæðum þessa lands.



En svo giftist hún Hulda vinkona honum Stjána sínum með pompi og prakt síðustu helgina í júlí. Athöfnin var í Þingeyrarkirkju og var stórfjölskyldan öll þar saman komin og veðrið lék við þau allan tíman. Þetta var yndislega fallegt brúðkaup eftir myndum að dæma og ég óska þeim innilega til hamingju með þennan mikla áfanga. Skál Hulda mín
Ummmm kakan er girnileg og fólkið á myndinni glæsilegt ekki satt?
Á kirkjtröppunum en Huldu virðist samt vera hálf kalt henni hlýnaði strax af kampavíninu!
Skál elskurnar mínar, megi þið lengi lifa, húrra, húrra, húrra, húrrrrraa!!! Posted by Picasa

föstudagur, september 01, 2006

Mögnuð frammistaða hjá Magna

Mikið held ég að landinn sé ánægður með nýjasta óskabarn sitt. Magni komst áfram í Rockstar sem þýðir að það stefnir í aðra vökunótt á næsta þriðjudag. Ég hugsa að ég leggi það á mig því ég á frí þennan dag og ætla þess vegna að reyna aftur. Ekki fannst okkur heldur leiðinlegt að Olís bauð 13 krónu afslátt af bensini í gær milli 17 og 19 í tilefni þess hvað Magni stóð sig vel og mjög margir nýttu sér að kaupa bensínlíterinn á 112,50 og olíu á 109,50, Magnaður áfsláttur það!! Nú er ferðamannatíminn búinn og mér finnst veturinn vera kominn. Veðurfarið tekur undir það því það snjóaði í fjöllin í fyrrakvöld. það er eiginlega lokin á ferðamennskunni hér að halda veglega dönsku daga og tókust þeir vel að þessu sinni og veðrið lék við Hólmanra þá helgina. En alltaf má af öllu læra og þeir verða ennþá betri næsta sumar. Ég er að prófa mig áfram með að fjaðratína upp í dúnstöð svona í hjáverkum. Þetta er seinleg og sóðaleg vinna en alls ekki leiðinleg. Ég var eins og fiðraður ungi eftir fjaðratínsluna í gær. Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt og ég ætla skreppa aftur á eftir. Nú eru skólabörnin mætt til okkar í íþróttahúsið eftir sumarið, sólbrún og sælleg og flest jafn óþekk eða stillt og í fyrra vetur, allt eftir því hvert barnið er. Þau verða fljót að skólast til það tekur alltaf nokkrar vikur að ná þeim á rétt ról en þetta eru allt saman góðir og skemmtilegir krakkar. Þau þurfa bara að hafa nóg að starfa. Körfuboltatímabilið er að hefjast og fyrsti leikurinn á helginni. Er spennandi að vita hvernig gengur ´því nú er ekki Bárður lengur með liðið heldur afar viðkunnalegur danskur maður. Konan hans er með honum og hún er menntaður sjúkraþjálfari og ætti það að koma sér vel fyrir bakdeildina. Miklar mannabreytinar verða hjá okkur, búið að ráða inn tvo nýja starfsmenn, þau Gerði og Guðlaug og vonandi stoppa þau eitthvað við. Ekki er samt séð fyrir endann á þessum breytingum því Kristín Ben er að segja upp í dag. Ég á eftir að sakna hennar en hún hættir 1. desember. Hún ætlar að fara að vinna við beitningu og sjómennsku hjá Gesti Hólm. Hún er algjör kjarnorkukvenmaður en hún var orðin leið á vinnunni í íþróttahúsinu enda búin að vera þar í sjö eða átta ár. Vonandi fáum við bara góða mannesku í staðin fyrir hana.