mánudagur, september 11, 2006

Dóttirin í Danmörku

Bara svo þið sjáið öll að henni Dóru minni leiðist ekki hætis hóti í skólanum set ég hér inn nokkrar myndir sem ég "rændi" af netinu. Það er tómt djamm á þessum unglingum og ekki laust við að manni langi til að taka þátt í því svona stundum. Annars er hún lasin í augnarblikinu og kemst ekki í tíma á kajak í dag. Eitthvað að stríða henni nammiátið í gærkvöldi, hahaha


Svona er lífið í íþróttalíðháskólanum í Árósum á milli kajaksiglinga, klettaklifurs og hjólreiðatúra, ekki leiðinlegt hjá þeim og danski bjórinn greinilega mjööög góður haha hehehe.


En ég hef verið frekar löt við að blogga undanfarið. Hef svo sem lítið að segja í fréttum annað en þetta venjulega. Ég fékk fullt af gestum um helgina, Drífu, Rúnar, Tinnu (hundurinn hans Rúnars) og svo kom Friðrik Örn í gærkvöldi því Erla þurfti að fara á fund í morgun.

Það var gengið til góðs þessa helgi og vonandi hefur það gengið vel. Því miður gat ég ekki komið með í þetta sinn en er alveg tilbúin að leggja góðu málefni lið. Mér finnst samt stundum vanta á hjá líknarfélögum að horfa til þeirra sem bágt eiga á Íslandi. Þetta árið hafa orðið mörg hræðileg bílslys, þar sem ungir fjölskyldufeður hafa látið líf sitt. Ein og t.d. slysið sem varð á Garðsafleggjara í sumar. Þar fórust tveir menn, annar rúmlega þrítugur og hann átti 25 ára gamla konu og þrjú ung börn, þriggja mánaða,tveggja ára og fjagra ára. Þessi unga kona þarf örugglega stuðning og mér finnst að hann eigi að koma frá líknarfélögum ein og frá hinum almenna borgara. Ef einhver hefur áhuga þá er reikningsnúmerið á söfnunarreikning hennar eftirfarandi: 1109-05-411333. Hafið það svo gott í dag elskurnar mínar Posted by Picasa