þriðjudagur, september 05, 2006

Blogg molar í vaktafríi.

Ég mátti til að láta þessa mynd fylgja því mér fannst hún svo skondin. Þetta eru Kósakkarnir í Spóahöfðanum, þeim verður trúlega ekki kalt á höfðinu í vetur haldið þið það nokkuð? En satt best að segja hefði mér nú ekki veitt af svona höfuðfati um helgina því á meðan höfuðborgarbúar og sunnlendingar nutu 20 stiga hita logn og sólar þá norpuðum við hér í Hólminum í 6-8 stiga hita, norðanroki og sólarleysi. Svona er nú misskipt veðurgæðum þessa lands.



En svo giftist hún Hulda vinkona honum Stjána sínum með pompi og prakt síðustu helgina í júlí. Athöfnin var í Þingeyrarkirkju og var stórfjölskyldan öll þar saman komin og veðrið lék við þau allan tíman. Þetta var yndislega fallegt brúðkaup eftir myndum að dæma og ég óska þeim innilega til hamingju með þennan mikla áfanga. Skál Hulda mín
Ummmm kakan er girnileg og fólkið á myndinni glæsilegt ekki satt?
Á kirkjtröppunum en Huldu virðist samt vera hálf kalt henni hlýnaði strax af kampavíninu!
Skál elskurnar mínar, megi þið lengi lifa, húrra, húrra, húrra, húrrrrraa!!! Posted by Picasa