Þá er nú langt liðið á dvölina okkar hér bara þrír dagar eftir. Tíminn hreinlega flýgur áfram. Það er reyndar alltaf svo þegar eitthvað er skemmtilegt. Við(ég meina auðvitað ég því Friðrik er búinn að sjá þetta allt saman áður) erum búin að skoða flest öll minnismerkin og Arlingtonkirkjugarðinn þar sem John F. Kennedy, Jaquline Bouvier Kennedy og John og Charoline börn þeirra eru grafin. Þar logar eldurinn eilífi og skammt þar frá er Robert Kennedy grafinn. Minnismerkið um óþekkta hermanninn var uppi á hæð og drjúkt labb þangar og þar sáum vaktaskipti sem voru mjög formleg og samt hátíðleg. En þessi skoðunarferð var sko kapituli útaf fyrir sig. Við byrjuðum í garðinum á því að skoða minnismerki um þá sem féllu í Vietnam stríðinu. Minnismerkið ger svartur marmaraveggur ca. 200 metra langur og frá ca. 1.20 -3 gja metra hár með nöfnum allra sem létu lífið í Vietnam stríðinnu. Síðan var var minnismerkið um Lincoln skoðað sem er alveg afskaplega fallegt. Þegar þú ert komin upp allar tröppurnar og horfir yfir vatnið í beina línu að Nálinni sem er minnismerki um fyrsta forseta Bandaríkjanna Georg Wasington þá sérð þú hve fallegir og tignarlegir þessir staðir eru. Nálin er eina minnismerkið sem við stoppuðum ekki við en við búum þarna rétt hjá svo viðætlum bara að labba og skoða hana sjálf. Síðan var haldið að minnismerki um þá sem féllu í Kóreustríðinu og þar hefur verið settur upp orustuvöllur, með hermönnum og hjúkrunarfólki í fullri stærð með alvæpni á flótta undan óvininum. Þetta var ótrúlega áhrifamikið að sjá þetta. Svo voru það minnismerkin um báðar heimstyrjaldirnar. Minnismerkið um seinni heimstyrjöldina er eiginlega að mínu mati fallegasta minnismerkið og síðan var það minnismerkið um Jefferson forseta og þinghúsið. Það er auðveldlega hægt að eyða þarna heilum degi en við fengum "tvo tíma", já ég segi og skrifa tvo tíma og urðum hreinlega að hlaupa á milli staða. En þetta var samt mjög gaman. Við erum bara búin að skoða eitt safn, safnið um módern arkitektúr og skúlptúra en á laugardagskvöldið er öllum félögum AASF boði í garðinn og þá getur maður skoðað þau söfn sem maður vill og ég býst við að það verði vandinn mestur að velja úr.
En í gær eyddi ég deginum í Georgstown, kláraði að versla jólagjafirnar og verslaði smávegis á mig. Síðan borðuðum við Friðrik þar á Japönskum stað þar sem allir sátu í U í kringum stóra hitaplötu og kokkurinn stóð hinn vígalegasti og brytjaði hráefnið niður og steikti ásamt grænmeti og hrísgrjónum á mikilli list, á milli þess sem hann lamdi hnífnum og gafflinum ofan í borðið eða kastaði áhöldunum upp í loftið. Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt og gott. Við sátum við borð með níu ungum mönnum sem eru í háskólanum í Georgestown og þeir voru æðislega skemmtilegur félagsskapur drukku japanskan bjór og Sakí sem þeir helltu í staup og settu ofana á prjónana sem þeir voru áður búnir að leggj ofan á glasbarminn. Síðan var galdurinn sá að lemja með báðum hnefum í borðið báðum megin við bjórglasið svo staupið með Sakí snafsinum ditti ofan í bjórglasið og svo var allt saman þambað í einum rikk.
Í dag ætla ég að skreppa í Georgestown eftir buxunum sem ég keypti í gær því það þurfti að stytta þær og síðan ætlum við Friðrik að skreppa í Cristal City sem er verslunarkjarni með "öðruvísi" og "sérstökum " gjafavörum. Í kvöld er síðan mótaka fyrir erlenda lækna og við ætlum að skreppa þangað. Svona hafa allir dagar verið með stífa dagskrá og enginn tími til að slappa af. Læt þetta duga í bili hafið það gott....