Það er búið að vera búið mikið að gera hjá mér undanfarna daga. Sigga tengdadóttir er á landinu með stelpurnar og eftir vinnu á þriðjudaginn ók ég í brjáluðu suðaustan roki og rigningu inn á Hellidand til að hitta þær aðeins. Sigga er í fjarnámi í kennaraháskólandum en þarf að mæta þrisvar fyrir jól. Í þetta skipti voru þetta tvö námskeið og þau voru með nærri viku millibili þannig að hún þarf að vera 10 daga á landinu. Síðan kemur hún aftur bæði í október og nóvember. Ég kalla Sverrir minn bara góðan að hugsa um strákinn á meðan með sínu námi en reyndar er þetta það sem við konurnar erum vanar að gera og finnst það lítið mál.
Ég fór síðan í heimsókn til Irisar og Dóra því þau eru flutt í nýja húsið sitt. Það er stórglæsilegt og þau komast vel fyrir í því, það er nærri 300 fermetrar. Rúnar býr hjá þeim líka á meðan hann bíður eftir að geta keypt húsið í Ólafsvík.
Mæja og Salbjörg vinkonur mínar út Grundarfirði komu svo í heimsókn í gærkvöldi og við gerðum eins og við vorum vanar, fórum og fengum okkur að borða á Narfeyrarstofu sem klikkar aldrei. Við sátum og slúðruðum um heima og geyma og skemmtum okkur hið besta. Ætlum að fara næst fljótlega eftir að ég kem heim frá Wasington DC. Það eina sem skyggði á voru fréttirnar af lasleikanum á henni Hildi vinkonu okkar en vonandi er það ekkert alvarlegt. Við hugsum allar til hennar.
Og svo er það Rockstar Supernova. Ég vakti í fyrrakvöld og horfði á tónleikana og kaus síðan Magna í klukkutíma á eftir en því miður sofnaði ég í upprifjuninni í gær og sá aldrei úrslitin. Friðrik sagði mer bara hvernig fór þegar hann vakti mig til að ég flytti mig inn í rúm út stofusófanum og þannig fór það. bestu kv.