föstudagur, september 15, 2006
Barkabólga ojbara
Sjaldan er ein báran stök. Ég ligg bara bakk í barkabólgu, get varla talað og svo fylgir þessu hausverkur og beinverkir. Ég er nú mest fúl yfir því að veðrið er búið að vera mjög gott bæði í dag og í gær og það hefði verið æðislegt að geta farið í gönguferð eða skellt sér í sund fyrir vinnu, en ég gat ekki mætt í vinnuna mína í gær og ekki mæti ég heldur í dag, er ennþá með hita og alveg að drepast í hálsinum. Friðrik segir þetta vera veirupest sem búin er að ganga hér síðastliðnar 3 til 4 vikur og fólk liggi allt frá 2 dögum upp í 2 vikur. Ég er nú harðákveðin að mæta í vinnuna á morgun því ég á helgarvaktina. Ég ætlaði reyndar að fá þessari helgi skipt og vera að hjálpa Kristínu Ýr eftir aðgerðina en það gekk ekki, enda má segja að það hefði verið frekar lítið gagn í mér eins og heilsufarið er akkúrat núna. Hún verður ein með Sunnevu um helgina því Jónas og Andri eru að fara í dag til Manchester á leik hjá ManUn og Arsenal (það er mitt lið). Ég dauðöfunda þá en vona bara að þeir skemmti sér vel þótt auðvitað vinni Arsenal. Vonandi gengur allt vel hjá henni en mér fannst mjög leiðinlegt að geta ekki aðstoðað hana í þetta sinn. En svona gengur þetta stundum. Heyrumst