sunnudagur, september 17, 2006

Í afturbata horfandi á enska boltan

Ég er hreinlega búin að vera handónýt síðan á fimmtudag, þvílík pest!! Ég man bara varla eftir að hafa verið svona hundveik. Ég lét mig hafa það og mætti á laugardeginum í vinnu og dugði hálfan dagin og í morgun mætti ég til þess eins að fara strax heim aftur. Mér hefur svo sem ekkert leiðst í dag því margir frábærir leikir voru á dagskrá. Liðið mitt Arsenal gerði góða ferð til Manchester og vann sanngjarnan sigur á Manchester United í einum skemmtilegasta leik sem ég hef bara séð!!

Andri Freyr og Jónas Bjarni voru á leiknum og því miður fyrir þá fór leikurinn svona. En maður verður samt að geta unnt betra liðinu að vinna og vera ekki að svekkja sig þótt gangi ekki akkúrat eins og maður helst hefði óskað sér. Púkinn í mér lét mig hringja í Jónas strax eftir að Arsenal skoraði og hann svaraði mér bara til þess að segja mér að hann nennti ekki að tala við mig núna og skellti svo á. Skrýtið!! En hann hlýtur að jafna sig á þessu og fyrirgefa mér stríðnina. En það er best að hætta í bili. Adieau mon amis