ÉG er ennþá lasin og það er að vera komin vika á morgun. Ég mætti í gær í vinnuna mína og dugði hálfan daginn og nú er ég bara komin í frí þangað til ég fer út. Vignir vill að ég liggi þetta út mér því hann lenti svo illa í þessari pest, lá í tíu daga og Kristín Ben var veik í hálfan mánuð. Svo ég gegni bara og læt mér leiðast hérna heima. En það fer að líða að því að við Friðrik förum til Wosington DC, förum sem sagt á laugardaginn. Ég er nú farin að hlakka til og þá hlýtur mér nú að vera að batna. Ég er með langan lista um hvað á að versla, aðallega fatastærðir barnabarnanna því við ætlum að kaupa jólagjafirnar fyrir þau úti. það eru svo falleg föt í Ameríku. Við verðum í átta daga og það er alveg mátulegt því svo förum við aftur í janúar.
En núna ætla ég að segja ykkur það að hér í Stykkishólmi er alveg meiriháttar fallegt veður og er búið að vera þannig síðan fyrir helgi. Sól og logn að mestu og 12 stiga hiti. Ég hef samt grun um að það sé aðeins kaldara í dag því það er svo bjart. Litadýrðin er svo mikil í gróðrinum alskonar grænir, gulir, rauðirbrúnir og jafnvel svartir skreyta tré og runna og þegar ég sé svona fegurð í náttúrunni þá vildi ég óska að ég gæti málað..............