föstudagur, september 22, 2006

Orkuboltar!!

Við Kristín Ýr vöknuðum eldsnemma í morgun og þrifum hjá henni húsið hátt og lágt. Ég er alveg hissa hvað henni gengur vel að gera verkin sín svona einhent og sérstaklega þar sem þetta er nú hætri hendin hennar og hún rétthent. Hér ilmar sem sagt allt af hreinlæti. Við ætlum að fá leyfi hjá nágrannakonu hennar til að fá að tína ribsber úr garðinum hennar því þau liggja undir skemmdum og síðan ætla ég að sulta þau þegar ég kem heim aftur. Já það er sem sagt komið að ferðinni til Wasington, við förum í flug á morgun. Ég get lofað ykkur því að ég blogga örugglega á meðan ég er úti því í fyrsta skipti á æfinni tek ég fartölvuna með mér til útlanda.

Í gærkvöldi sóttu Óli og Sólrún mig og tóku mig með í heimsókn til tengdaforeldranna sem búa í Holtsbúð. þau eru orðin frekar lasburða enda háöldruð og ég sá bara mikinn mun á gamla manninum frá því í byrjun ágúst. Það er komin haust hjá þeim báðum í orðsins fyllstu merkingu. En svona er nú bara lífið. Síðan kíktum við á leiðinni heim til Sævars og Maju og er alltaf jafn gaman að hitta þau. Sævar er ótrúlega hress eftir aðgerðina og lítur mjög vel út og Maja er alltaf jafn sæt og fín.

En ég er orðin full tilhlökkunar að fara til útlanda og bið að heilsa ykkur í bili.