föstudagur, maí 19, 2006

Kuldahrollur kvelur mig!!

Þá er ég komin í helgarfrí og úti er ískalt og rok. Ætlaði í sund eftir vinnu en hreinlega áræddi ekki. Bæti út því í fyrramálið í þeirri von að veðrið verði eitthvað betra og blíðara. Hýindin sem voru um daginn hurfu eftir að L-listinn birti sveitarstjóraefnið sitt og menn setti hljóða. Grundfirðingur var valinn, og það sem meira er, hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og ég er næstum því viss um að þegar inn í kjörklefan er kominn þá kýs hann sjálfstæðisflokkinn! Þessi “himnasending” kemur frá L-listanum, þeim sama og klikkti úr með það að Erla bæjarstjóri hefði komið í veg fyrir það, með því að samþykkja að fara í 4. sæti hjá okkur að hann gæti beðið hana um að vera áfram næðu þeir meirihluta. Í mínum huga sýnir þetta best kve ábyggilegt og trúverðugt þetta framboð þeirra er og ég treysti því að fólk hér í Stykkishólmi sjái í gegn um þessa “bráðskíru menn fólksins” sem “fólkið kaus og stillti upp” og gefi Erlu Friðriksdóttur athvæði sitt til að tryggja að hún verði hér áfram hjá okkur.

En annars er það helst að frétta að Dóra Lind kláraði prófin í dag, Drífa á afmæli í dag, Friðrik skrapp til Akureyrar snemma í morgun og Jón Örn, Arna og dætur koma í kvöld. Gerða og Seimur koma á morgun ef veðurútlit er “eyjavænt”, og ég er ein í kotinu og vafra um á netinu.