fimmtudagur, maí 11, 2006
Sundlaugarfjör!!
Mig langar til að deila með ykkur þessum yndislega góða, skemmtilega, fallega, og ofurannasama degi, sem byrjaði kl. 7 í morgun og lauk núna um kl 23 í kvöld. Ég var sem sagt í vinnunni minni í sextán tíma og hafði varla tíma til að fara á klósettið því það var svo mikið að gera. Ég hef áður talað um búningsklefa karla en hann er enn í "viðgerð" og klárast vonandi um helgina en það sem gerði daginn svona eftirminnilegan var að við fengum fimm grunnskóla í heimsókn, eða réttara sagt 10. bekkinga frá 5 skólum!! Já tæplega 300 unglingar sem fóru í gegn um sundlaugina á rúmlega þremur og hálfum klukkutímum!! Þessar elskur voru þvílíkt prúð og kurteis að það er til fyrirmyndar fyrir aðra. "Húnavallaskóli, Langholtsskóli, Vallarskóli á Selfossi, Digranesskóli, og Árbæjarskóli, takk fyrir komuna og kennarar ykkar geta verið stoltir af ykkur öllum". En nú er ég um það bil að sofna og það verður annar svona langur dagur hjá mér á morgun og svo á ég helgarvaktina. Ég vona að ég verði með einhverju lífsmarki eftir þessa törn. Góða nótt.