sunnudagur, maí 14, 2006

Væringar í pólitíkinni

Þá er sunnudagur runninn upp, bjartur og fagur. Ég er stirð eftir hreingerningarnar í lauginni og mér líður eins og ég hafi orðið undir bíl. Veðrið hefur leikið við okkur þessa helgina og ös í vinnunni og verður þannig örugglega í dag. Ég tók mig til og svaraði rógskrifum umbonsmanns L-listans í bæjarblaðinu okkar og skrifaði til hennar (umboðsmannsisn) hógværa grein, þar sem ég benti henni á að svona skrif eins og hún hafi stundað undanfarið væru rógskrif  og ekki henni samboðin. Ég var því mjög hissa þegar maðurinn hennar kom til mín í vinnuna í fyrradag og óskaði mér til hamingju. Ég þakkaði að sjálfsögðu fyrir og þá sagði hann að hann vonaðist til að ég væri með frið í hjarta mínu., og kvað ég það svo vera eins og hann sæi og ef konunni hans liði jafn vel og mér þá væri hún í góðum málum. Henni hefur greinilega ekki liðið nægilega vel því í gær kon Ofurbaldur svo aftur til mín í vinnuna og í þetta skiptið með súkkulaðitertu sem hann sagðist ætla að gefa mér. Ég þakka að sjálfsögðu mikið vel fyrir og sagði sannleikanum smkvæmt að ég hefði vitað að greinin væri góð en að hún væri svona góð hafði  ég nú ekki gert mér grein fyrir. Og þá fór hann og hefur ekki sést aftur. Ég fór aftur á móti með tertuna á skrifstofu sjálfstæðismanna og bauð þeim í kaffi og skal ég segja ykkur að tertan smakkaðist vel og engin okkar dó!!! En L-listinn kynnti sveitastjóraefni sitt í gær. Það er enginn annar er Jóhannes Finnur Halldórsson fæddur og uppalinn í sjálstæðisflokki Grundarfjarðar. Svona er nú heimurinn skrýtinn. En nú verð ég að fara í bað og vinnan kallar, verður mikið að gera í dag í sólinni og góða veðrinu.