mánudagur, maí 15, 2006
Á þönum út og suður
Eftir annasama helgi á ég loks frí á morgun!! Þarf reyndar að skjótast til Reykjavíkur og heimsækja tannlækninn í síðasta sinn í bili. Karlaklefinn hjá okkur er að mestu búinn og allir karlmenn yfir sig ánægðir með að þurfa ekki að "strippa" fyrir okkur starfsfólkið og aðra gesti á leið sinni út í laug. Það er greinilega heilmikið um ferðafólk og það skilar sér alltaf í sund. Verð að rjúka af stað þótt mig langi helst til að leggja mig.