þriðjudagur, maí 09, 2006

Nokkrar myndir úr ferðinni minni til Englands

Þá er ég komin heim aftur og byrjuð á minni gömlu rútínu. Eins og sést hef ég verið löt við að blogga því nóg hefur verið að gera bæði í vinnunni og heima. Ég kom sem sagt heim á föstudagskvöld og sníkti mér kvöldmat hjá Erlu og Sigga með þessum líka flotta árangri. Fékk grillaðan humar a la Erla og var hann algjört lostæti. Notaði laugardag og sunnudag til að þrífa í kringum mig og síðan komu Rúnar, Íris og skotturnar hennar í heimsókn og borðuðu með mér. Af bæjalífinu er það helst að frétta að eitthvað er að byrja að koma kosningaskjálfti í fólk og ýmsar undarlegar greinar farnar að birtast í Stykkishólmspóstinum okkar. En það styttist líka óðum til kosning svo það er kannski ekkert skrýtið. En veðrið gæti ekki verið betra eða blíðara og nú ætla ég að láta hér staðar numið og skella mér í sund.

ST.Chatarine's Doc þar sem Charles Dickens skrifaði mikið

Svona var allur gróður orðinn "blómlegur"

King's College í Cambridges

Dansað í kringum maístöngina þann 1. maí


 Posted by Picasa