mánudagur, apríl 03, 2006
Út að borða með Drífu og Sigrid
Þessar myndir voru teknar á Narfeyrarstofu þegar við borðuðum þar í gærkvöldi. Stelpurnar skemmtu sér vel og í dag skoðuðu þær Víkingaskipið sem er verið að smíða í Skipavík. Þær eru nýfarnar af stað til Reykjavíkur og nú er hann farinn að blása á sunnan og gaman að vita hvernig veðrið verður á morgun því við Erla ætlum að fara í gönguferð kl. átta.