mánudagur, apríl 03, 2006

Dekur

Þetta var skemmtilegur sunnudagur hjá okkur. Í vinnunni var nóg að gera, veðrið gott og fólk kom bæði til að sóla sig þótt 6 stiga frost væri og til að synda. Svo var leikur hjá unglingaflokki og drengirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu í mjög spennandi og skemmtilegum leik. Ég vil hvetja fólk til að koma og horfa á þessa leiki því þeir eru engu minni skemmtun en leikirnir hjá meistaraflokki. Þegar ég kom heim úr vinnunni var Drífa komin í heimsókn með noska vinkonu sínu og við fórum á Narveyrarstofu og fengum okkur að borða. Namminam..

Í dag átti ég vaktafrí sem ég eyddi í tómu dekri. Fór kl. átta í morgun í gönguferð með Erlu og síðan beint í sund þar sem ég synti hálfan kílómeter. (Hljómar “lengra” en 500 metrar ekki satt) Síðan í pottinn og svo í vaðlaugina þar sem við lágum í sólbaði til 11 í morgun. Æðislegt. Síðan fór ég á snyrtistofu Katrínar til að fá augabrúnir, því klórinn í sundlauginni upplitar þær. Sem sagt æðislega góður dagur!!