miðvikudagur, apríl 05, 2006
Fyrstu skrefin til sjálfshjálpar
Í gærkvöldi fór ég í fyrsta skipti á ævinni á Al-Anon fund hér í Stykkishólmi. Ég gerði það eftir að mér hafði verið bent á að hér væri félag og það væru allir velkomnir af yndislegri konu. Ég er svo heppinn að vinnuveitandi minn er þvílíkur yndælis maður og það var meira en sjálfsagt að fá að skreppa í klukkutíma. Fundurinn var öðruvísi en ég bjóst við og ég fór í pontu síðust hágrátandi var reyndar byrjuð að gráta áður. En þarna þarsem ég stóð í pontu og reyndi að tala um líðan mín og hræðslu, fann ég bókstaflega streyma frá félagsmönnum bæði styrkur og samhugurþví þetta fólk þekkir þett af eigin raun. Takk fyrir og ég kem aftur á fundi til ykkar. Og þetta er fyrsta nóttin mín sem ég sef vel í marga mánuði. Og í dag líður mér eins og litlu barni, sem er að læra að feta sig í lífinu og er óstyrkt á fótunum. En nú veit ég hvar ég get sótt mér styrkinn og hjálp.