miðvikudagur, apríl 12, 2006

Vikan í hnotskurn

Það hefur verið í nógu að snúast hjá mér undanfarið og ég hef verið löt við að blogga. Bæti út því með stuttu ágripi yfir það sem ég hef verið að gera síðan síðast.

  • Ég fór í bæinn á fimmtudaginn var eftir vinnu og fór til tannlæknis á föstudeginum. Sá góði maður var næstum búinn að ganga frá mér og ég sem á eftir að fara þrisvar enn. Fór í framhaldi af því með deyfinguna ennþá í mér og verslaði mér kjól og mussu. Heimsótti síðan Svönu frænku og Tásu litlu. (Tása er æðislegur kettlingur sem Svana var að fá)

  • Man ekki hvað ég gerði á laugardeginum annað en að fara með Dóru Lind á fund í Héðinshúsinu og heimsækja Svönu aftur, jú við Friðrik fórum og græjuðum fermingargjöf því systurdóttir Friðriks var að fermast á sunnudaginn var.

  • Á sunnudeginum fórum við Friðrik Reykjanesrúnt í þokkalegu veðri og komum við í Bláa Lóninu í bakaleiðinni. Síðan var farið í fermingarveislu kl. 17:00. Þar hitti ég í fyrsta skipti móðursystkyn Friðriks og það var mjög skemmtilegt.

  • Fór heim á mánudagsmorgun og hef verið að vinna síðan.

  • Jibbíiiiiiii er að fara til London 26. apríl og verð í viku!!!!

Ég á sem sagt frí á morgun og föstudaginn og ætla að njóta þess að slaka á. Dóra Lind og Drífa ætla báðar að koma vestur og vera fram á laugardag. Hlakka til að sjá þær. Ég ætla að fara í sund og gönguferðir ef veðrið verður þokkalegt annars finn ég mér eitthvað til dundurs.