Þá er páskahelgin að verða liðin og ekki lagðist ég í neitt flakk nema ef hægt er að kalla það flakk að ég skrapp tvisvar í Grundarfjörð, á Skírdag skruppum við Dóra Lind í klukkutíma og svo að kvöldi Föstudagskins langa, þá var stelpunum ekið á ball með Sixties og við Friðrik fórum í heimsókn til Maju og Árna og stoppuðum alveg til eitt um nóttina. Alltaf jafn gott að koma til þeirra hjóna og ekki skemmir hvað heimilið þeirra er fallegt og hlýlegt.
Það var gestagangur hjá okkur Friðrik yfir páskadagana. Byrjaði með því að á miðvikudagskvöld kom Rúnar minn í kvöldmat, hann var á leiðinni suður því þar var greinilega eitthvað mikilvægt sem kallaði á hann en hann var að vinna á Hellisandi hjá Írisi og Dóra í húsinu þeirra. Ég bauð honum að vera yfir páskana en hann vildi það nú ekki. Sagðist koma seinna. Hann kemur trúlega aftur í dag og þá veit ég ekki hvort hann komi við hjá mér, það verður bara að koma í ljós, hann er hjartanlega velkominn. Drífa kom líka það kvöld og Dóra Lind morguninn eftir. Drífa fór svo á laugardeginum en þá komu Arna, Hjálmar og dætur alveg óvænt. Þau höfðu ætlað á skíði á Snæfellsjökli en veðrið bauð ekki upp á það.
Dóra Lind og Arna og co. fóru svo heim í gær. Það er alltaf gaman að fá gesti en að þessu sinni gat ég svo lítið sinnt þeim því ég var að vinna yfir páskahelgina.
Það var þarft verk og löngu orðið tímabært að hafa sundlaugina opna yfir páskana og fá þeir sem réðu því marga plúsa og rósir í sína hatta!! Það er til lítils að reyna að byggja upp ferðamennsku hér ef öll afþreying fyrir ferðamanninn er svo lokuð, Ekki satt?, og hvað aðsóknina varðar var laugardagurinn mjög annasamur og minnti mig á dönsku daga traffíkina en það var aftur minna á páskadaginn enda veðrið bæði kalt og hvasst. En þeir sem komu voru alsælir og sögðu þetta vera til fyrirmyndar og ætluðu að auglýsa Stykkishólm sem frábæran ferðamannastað til að dvelja á og benntu jafn framt á að þó svo aðsókn gærdagsins væri undir væntingum okkar, þá tæki þetta alltaf tíma að fréttast og svo hefði þetta verið illa eða ekkert auglýst. Svo verður að koma í ljós hvernig dagurinn í dag verður, vonandi verður hann beti en í gær. Ég læt vita af því en nú verð ég að rjúka svo ég komi nú ekki of seint í vinnuna!!