föstudagur, apríl 21, 2006

Moralen er, ekki fara með bílinn þinn í skoðun

Ég verð að viðurkenna að dagurinn í gær er styttsta sumar sem ég hef lifað!! Það hvarf jafnskjótt og það kom og dagurinn í dag var kaldur og gekk á með éljum. Ég fór með bílinn minn í reglubundið tékk, og komst að því að þar sem ég stóð og gerði upp reikninginn, að nú væri kominn tími á svokallaða”tímarein” hvað svo sem það nú er. “ og hvað kostar það” spurði ég og þá var mér sagt að svoleiðis lagað mundi kosta nokkra tíuþúsundkalla. Hmm, “hvað marga svoleiðis” spurði ég? “já líklega svona fjóra til fimm” sagði verkstæðisformaðurinn og kinkaði kolli í áhersluskyni. Og þá sá ég orlofið mitt fljúga út um gluggann.