Komin heim aftur
Þá er ég komin heim aftur. Dreif mig af stað fyrir átta í gærmorgun og keyrði eins og óð væri því ég ætlaði að ná Friðrik áður en hann færi í bæinn. Ég keyrði í gegn um reykjarmökkinn af sinubrunanum á Mýrunum og ég finn ennþá reykjarlyktina. Ég finn til með þeim sem búa í nágrenni við eldinn, það hlýtur að vera nærri óbærilegt fyrir hita og svælu. Friðrik var farinn .þegar ég kom heim og það skrýtnasta var að ég varð aldrei vör við að ég hafi mætt honum.
Það var mikið fjör í vinnunni í gærkvöldi, 7.,8.,9., og 10. bekkir fengu að hafa innilaugina útaf fyrir sig og voru með heljar sndlaugarpartý. Þau skreyttu með blöðrum og settu upp blaknet og svo var mússík á fullu. Þetta gekk vonum framar og þessir krakkar eru alveg ótrúlega skemmtileg.
Í dag 1. apríl á hún Dóra Lind mín afmæli, er 21 árs. Til hamingju elskan. Ég á sem sagt vinnuhelgi og er að rjúka í vinnuna. Until later!!