fimmtudagur, mars 30, 2006

Annir í Reykjavík

Þá er Reykjavíkurdvölin að taka enda, dríf mig heim í fyrramálið. Það er búið að vera alveg brjálað að gera við að heimsækja ættingja og vini og í gær fór ég úr Mosvellsbænum upp úr níu og kom ekki heim fyrr en um miðnætti. Ég fór reyndar til tannlæknis í gær og svo aftur í morgun og þá byrjaði nú ballið!! Ég er viss um að maðurinn er sadisti! Ég á eftir að ganga í gegn um svona píninar fimm sinnum í viðbót. Ég get ekki sagt að ég hlakki mjög mikið til þess.

Við systurnar fórum á fund ættingja sem við höfðum aldrei séð í gærkvöldi til að skipuleggja ættarmót afkoenda langafa og langömmu í föðurætt. Það á að koma saman á ættaróðalinu sem er Þverá í Laxárdal og skoða gamla bæinn sem er safn í dag. Síðan ætlum við að borða saman í Ídölum og hafa það skemmtilegt. Afkomendur Langafa og langömmu eru ekki mjög margir, eitthvað um 70 manns fyrir utan maka. Þetta verður skemmtilegt og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir. Ég hlakka til að komast´heim í Stykkishólm og fara í gönguferðir og sund með henni Erlu.