Dóra Lind með mömmu sinni
Þá er fríhelgin mín að taka enda og hversdagsleikinn tekur við, með venjubundnum verkefnum eins og vinnu og ræktinni. Dóra Lind kom og var hjá mér um helgina og tók vinkonu sína með sér. Við höfðum það ótrúlega gott, fórum ekki á fætur fyrr en eftir hádegi og þá bara til að fara í sund og liggja í heita pottinum. fórum svo á kaffihús á eftir og spjölluðum góða stund þar. Síðan elduðum við okkur góðan mat og horfðum á söngvakeppnina í ríkissjónvarpinu. Kynnar keppninnar voru jafn ömulegir á síðast en lögin voru betri í þetta skipti. Spaugstofan fór á kostum á meðan beðið var eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Úrslitin komu ekki á óvart og var ég nokkuð sátt. Í dag fór ég í ræktina klukkan 10 í morgun, Dóra og Ingibjörg fóru um hálf þrjú og þá skellti ég mér í sund. Horfði síðan á lélegt íslenskt landslið sem í vantaði alla baráttu tapa fyrir Ungverjum. Sangjörn úrslit en ég vona sannarlega að liðið sýni það sem býr í því í milliriðlinum. Áfram Ísland.