fimmtudagur, janúar 26, 2006

Leikgleði

Þá er fyrsti leikur Íslendinga í Evrópukeppni landsliða í handbolta að baki og “strákarnir okkar” unnu Serba með fimm marka mun. Afar ánægjulegt og vonandi gengur þeim svona vel með frændur vora Dani sem þeir eiga að spila við á morgun. Það er svo skrýtið með okkur Íslendinga að við ætlumst beinlínis til að landsliðið okkar vinni alla andstæðinga okkar þótt við séum að keppa við þjóðir sem eru margfalt stærri en við. Svo verðum við bara fúl ef okkur gengur ekki allt í haginn. Við eigum að vera stolt af íþróttamönnum okkar hvort sem þeir vinna eða ekki og muna að þeir eru ásamt tónlistarmönnum okkar ein besta landkynning sem við eigum. Svo læt ég fylgja með í leiðinni þær fréttir að Snæfell var að spila við Keflavík í “Ljónagrifjunni” og töpuðu með tveim stigum 84-86. Hmm áfram Snæfell og áfram Ísland.......