miðvikudagur, janúar 25, 2006

Bráðum kemur þorrablót

Nú styttist óðum í okkar árlega Þorrablót og þangað fara svona flestir sem vetlingi geta valdið. Ég held að 10 -12 manns séu í skemmtinefnd og hafa æfingar staðið yfir síðan í haust. Hólmarar hafa þann háttinn á að þeir tilkynna hverjir verði í næstu þorrablótsnefnd á meðan skemmtidagskráin stendur sem hæst. Það er mikið lagt í skreytingar og skemmtiatriðin. Tínt er til það sem til hefur fallið að skondnum uppákomum í samfélagi okkar og alltaf gætt að því að meiða engan. Því miður hittist svo á núna að ég á helgarvaktina þorrablótshelgina og Friðrik er á bakvakt. Ég ákvað að bjóðast til að passa fyrir Erlu og Sigga svo þau geti farið. En dagsetningin er 4. febrúar sem er líka afmælisdagur frumburðarins í Danmörku.

Dóra Lind ætlar að koma i heimsókn á næstu helgi og hafa vinkonu sína með sér. Þar sem ég á fríhelgi verður pottþétt gert eitthvað skemmtilegt, ef veður leyfir. Annars ku vera ágætisveður á Narfeyrarstofu og ætli við leggjum ekki bara leið okkar þangað..

Ég væri svo alvel til í að skreppa í viku eitthvað í hlýjuna, t.d. Florida eða Cyprus, eða Gran Canary. Er á kafi að leita að ferð sem gæti hentað því ég yrði að vera komin heim viku fyrir páskahelgina. Góðar ábendingar vel þegnar