mánudagur, janúar 23, 2006

Helgarmolar

Loksins kom að því að RUV ákvað að taka upp forkeppni um lag til að senda í Eurovision í vor. Ég settist spennt við sjónvarpið á laugardagskvöldið því mér finnst alltaf gaman af keppnum af öllu tagi. Lögin voru misjöfn en ég var sátt við þrjú af fjórum sem komumst áfram. Lagið hans Ómars Ragnarssonar fannst mér ekki eiga heima þarna heldur á kaffihúsi í París. En Ekki veit ég hvað ráðamenn skemmtidagsskrár RUV voru að hugsa þegar þeir völdu kynna kvöldsins. Þau voru í einu orði sagt ömurleg. Garðar gat varla talað og Ragnheiður væri fín í hlutverki Grýlu gömlu og trommarinn leit út eins og hann væri þroskaheftur. Ég vona að þetta hafi verið sviðskrekkur hjá þeim öllum og ætla að sjálfsögðu að horfa næsta laugardag.

Það var mikið um að vera í íþróttamiðstöðinni alla helgina, unglingaflokkur keppti á laugardaginn við keflavík og tapaði naumlega í spennandi og skemmtilegum leik. Við erum svo heppin að eiga marga afburðagóða leikmenn í unglingaflokki og vonandi þurfum við ekki mikið lengur að fá erlenda leikmenn til að vera samkeppnishæf í úrvalsdeildinni. Mér finnst þetta ekki góð þróun þegar geta liða í úrvalsdeild fer eftir hve rík liðin eru. Réttara er að hlúa betur að ungliðastarfi og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða íslenskum körfuboltamönnum eitthvað fyrir tímann sem fer í æfingar og ferðalög. þetta er allt kostnaður sem þeir þurfa að leggja út fyrir að minnsta kosti hér en þeir erlendu leikmenn sem leika með Snæfelli eru á launum. Í gær var leikur í bikarkeppninni og drógumst viðö á móti Njarðvíkingum. Leikurinn byrjaði ekki vel, en þegar var komið fram í þriðja leikhluta jafnaðist hann og mátti varla á milli sjá hvort liðið væri betra. En að lokum fór það svo að Njarðvíkingar höfðu nauman sigur 98-94.

Þetta var löng helgi hjá mér, var að vinna í gær frá 10 – 22 og mætti svo klukkan 7 í morgun. Annað hvort er ég svona þreytt eftir vinnuvikuna og ræktina eða lasin, er alveg að drepast í maganum. Ég á reyndar frídag á morgun en var búin að lofa að vinna fyrir einn vinnufélagan sem er staddur á Kanarí.Verð að stand við það. Ætla að drífa mig í rúmið og reyna að sofa úr mér ónotin.