þriðjudagur, janúar 31, 2006

Í sigurvímu

Þá vitum við að “strákarnir okkar “ eru bestir!!  En án gríns þá unnu Íslendingar Rússa nokkuð sanfærandi í geysiskemmtilegurm leik í dag og ég var virkilega stolt af þeim. Það þarf sterkar taugar og mikinn karakter til að standa undir svona pressu og hvernig sem framhaldið verður þá hafa þeir sýnt það og sannað að þeir eru með sterkustu þjóðum í handbolta í Evrópu.

Annars gengur lífið hér sinn vanagang, vinna, fara í ræktina, borða og sofa. Ég get alveg hrósað sjálfri mér af dugnaði í ræktinni og sundi en öll þessi hreifing hefur ekki orðið til þess að ég hafi lést mikið eins og til stóð því matarlistin hefur aukist að miklum mun og ég hreinlega borða eins og hestur þessa dagana. Góðu fréttirnar eru samt þær að ég hef ekki þyngst og öll hreifing er góð af hvaða toga sem hún er. Á morgun á ég frí og ætla að nota það til að taka til í kringum mig og strauja skyrtur, nokkuð sem mér leiðist virkilega en nauðsyn brýtur lög. Síðan fer ég í ræktina og í sund. Hafið þið ekki séð þetta áður á prenti á þessari síðu?

Svo langar mig til að þakka öllum sem hafa gefið mér komment á Sandskrifin kærlega fyrir góð og hlý orð sem hafa sannarlega orðið til þess að ég hef haldið áfram að skrifa þótt ég hafi nú ekki alltaf mikið að segja og oftast sömu hlutina en umorða þá bara. Kærar þakki öll sömul mér þykir virkilega vænt um að þið skuluð gefa ykkur tíma til að kíkja á síðuna mína.

Svo er bara að setja sig í “handboltastellingarnar” á morgun kl. 17:00 og styðja vel við bakið á landsliðinu okkar þegar þeir spila við Króata.  ÁAAAAffrraammmmmm ÍÍÍssslllaaannndddddd.