Ekki gekk það hjá landanum að vinna Króata. Tap með einu marki hefði nú einhvern tíman þótt góður árangur þar sem Króatar eru fyrrverandi heims- og ólynpíumeistarar en að mínu viti áttum við að vinna þennan leik. Það var sárt að sjá þá hreinlega kasta sigrinum frá sér í restina og voru þó tveimur mönnum fleiri. Þegar að vel gengur eru væntingarnar miklar og kannski er það ósanngjarnt en svona er þetta bara. Ég er samt stolt af landsliðinu okkar og vona að þeir bíti bara í skjaldarrendur og vinni Norðmenn stórt á morgun.
Ennþá fækkar í röðum leikmanna, í dag meiddist einn leikmaðurinn enn. Þá eru þeir orðnir fjórir sem hafa meiðst illa og ef þetta heldur áfram þá endar það með því að við leikum með nokkurskonar varalið. En nú er bara að senda góðar óskir og jákvæða strauma til liðsins og vera klár við sjónvarpstækin kl.17:00 á morgun. Ég verð því miður að láta mér nægja að hlusta á lýsingu á rás tvö því ég á kvöldvaktina..........