Eitthvað hef ég verið löt við að blogga undanfarið en bæði hefur verið mikið að gera hjá mér í vinnunni og svo hef ég látið veðurfarið fara í taugarnar á mér og ekki er nú hægt að skrifa þegar maður er alveg andlaus og veit ekkert hvað maður á að setja á blað. En hvað um það ég ætla að leyfa mér að hella úr skálum reiði minnar yfir því að nú er búið að hræða mig svo mikið með fuglaflensu að ég þori als ekki að ferðast til landa þar sem þessi ófögnuður hefur stungið sér niður. Ég sem horfði til Tyrklands og var að hugsa um að fara þangað um páskana. Svo kemur landlæknir, heilagur í framan, og fullyrðir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur þótt það ferðist til þessara staða, passa bara að komast ekki í snertingu við fugla eða borða ekki hálfsoðið fuglakjöt. Það sem ég er samt reiðust yfir er, að það hlýtur að koma að því ( strax í vor) að sýktir farfuglar koma til landsins og þá þori ég hvorki að borða, endur, gæsir,rjúpu, eða sjólugl. Niðurstaða mín er sú að lanbakjötið er besta fæða sem við eigum völ á fyrir utan okkar frábæra fisk. Ljósi punkturinn í þessu máli er að landinn fer trúlega í auknum mæli að forða fisk, nokkuð sem fólk hefur ekki gert svo mikið af. Og svo verð ég að minnast á Jónínu Ben. Sú kona er komin langleiðina með að eyðileggja málstað sinn með því að láta hafa sig í að koma svona oft fram í fjölmiðlum. Ég tek undir það sem Svana Björk frænka mín sagði. Konan er athyglissjúk. Hún á samt samúð mína, því mér virðist sem farið hafi verið virkilega illa með hana og ég vona að hún vinni mál sitt fyrir Hæstarétti. Svo er hægt að draga heilmikinn lærdóm af þessu brölsti hennar og hann er " Við gefumst ekki upp þótt móti blási" (að minnsta kosti, stöndum á meðan stætt er)
Svo má ég til með að segja frá því að ég eignaðist óvæntan aðdáenda um daginn. Á afmælisdaginn minn fékk ég svo fallega kveðju frá “óvæntum aðdáenda” og ætla ég að nota tækifæri og þakka þessum hugulsama fastagesti íþróttamiðstöðvarinnar kærlega fyrir mig