laugardagur, janúar 07, 2006
Stormur
Þá hafa jólin hvatt okkur í þetta sinn og sólin farin að hækka örlítið á lofti. Ég er búin að eiga afmæli og er trú áramótaheiti mínu og púla í ræktinni 5 til 6 sinnum í viku. Fór á viktina í fyrradag og hafði ekki lést um kíló, stóð bara í stað. Það verður gaman að fara á viktina næst. Það var svo brjálað veður hér í gæt að ég man ekki eftir öðru eins síðan ég var barn. Það skall á sannkallað gjörningaveður með þrumum og endingum og himininn hreinlega logaði og það hristist allt og skalf í þrumugnýnum. þetta var eftir hádegi og stóð í ca. 1 klukkustund en þá hætti ljósagangurinn. Ég fór að vinna kl 3 og ykkur að segja hefðum við alveg getað haft lokað því í einni eldingunni hafði hitanum slegið út bæði af pottunum og sundlauginni og allt ískalt. Meistaraflokkur var að æfa í salnum og aðrir hættu sér ekki út í veðurofsan. Í dag er veðrið lygnt og gott í augnarblikinu og ca3 stiga frost. Ekki veit ég hvað það endist lengi en það er búið að vera hryllilega leiðinlegt veður hér í allan vetur og best að kúra undir sæng með bók ef maður getur það. En mér er ekki til setunnar boðið , ég á vinnuhelgi og ætla fyrst að sprikkla svolítið.