miðvikudagur, janúar 04, 2006
Blóð, sviti og tár
Þegar ég fór síðast á vigtina, leist mér ekki á blikuna. Tölurnar voru eins og íslenska krónan, of háar. Nú voru góð ráð dýr, hvað var hægt að gera með góðu móti til að lækka þessar óhagstæðu tölu sem argaði á mig þegar ég sté á vigtina, og með sem minnstri fyrirhöfn? Ég ákvað að fara til hennar Berglindar í Átaki (æfingarstöð) og láta hana reka mig áfram og athuga hvort það hefði eitthvað að segja. Byrjaði hjá henni á mánudaginn en hafði farið sjálf í eina viku áður. Í fyrramálið kemur svo í ljós hvort eitthvað hafi breyst, ég bið ykkur að halda í putta fyrir mig. Ég fór til Reykjavíkur í gær í jarðarför og þurfti svo að fara með símann minn í símabúðina í Kringlunni. Mikið bið var þar svo að ég ákvað að kíkja á eina útsölu. ('I Wistles) Ég gerði prýðisgóð kaup á 10 mínótum, keypti mér gallabuxur, tvennar peysur, mussu og pils á helmings afslætti. Kostaði reyndar um 30.000,- en er átt við það. Þegar ég kom til baka í símabúðina þurfti ég samt að bíða í 20 mín. og var svo send í Ármúlan, Þeir í Ármúlanum ætluðu að senda mig eitthvað enn annað svo ég sagði þeim að það væri nú gott þá færi ég beint til OVodapone. Og það dugði á blessaða afgreiðslustúlkuna ekki vildi hún missa viðskiptamann. Það verður spennandi að hoppa á vigtina á morgun, ef ég læt ekkert heyra frá mér hafa tölurnar ekki verið hagkvæmar. Bless í bili