mánudagur, janúar 16, 2006
Öllu má nú ofgera
Ósköp getur maður orðið þreyttur þó lítið sé að gera í vinnunni. Vinnuveitandinn ´búinn að vinna yfir sig og var bara hálfframlágur. Korfuboltastrákarnir mínir voru svo skemmtilegir að vera snemma búnir á æfingu og ég komst áleiðis heim fyrr en ég bjóst við. Þarf að moka blessaða bíldrusluna upp einu sinni enn. Hlýt að fara að komast í æfingu við þessi átök. Nú vantar mig bara kaðalspotta til að hafa í bílnum, ef svo illa færi að ég þyrfti að láta draga sig upp en hugsið ykkur, það fékkst ekki kaðall í Hólminum !! En sú þjónusta, mér var bent á Ellingsen en átti ég bara að skreppa til Reykjavíkur með rútunni eftir kaðalspotta?, ónei, ég held ég haldi áfram að moka og legst síðan á bæn og bið um grenjandi rigningu svo allur þessi leiðindar snjór fari.