miðvikudagur, desember 28, 2005
Bættur lífstíll
Þá eru jólin búin með öllu matarsukkinu sem fylgir þeim. Hafið þið mokkurntíman fengið þá tilfinningu að þið séuð hreinlega að springa? Þannig leið mér á öðrum degi jóla. ´Mér fannst ég vera eins og uppblásin blaðra og vera komin að því að springa. Ég dreif mig í ræktina til að reyna að bæta líðaninna og kannski missa nokkur kíló. Ég varð virkilega undrandi þegar ég sá allan þann fjölda sem var mættur og var bersýnilega í sömu erindagjörðum og ég. Þetta voru reyndar flest árskorthafar, sem sagt þeil alhörðustu, en þessi góða mætin sýnir svo ekki verður um villst þörfina fyrir að hafa opna bæði líkamsræktarstöðvar og einnig sundstaði, því flestir spurðu mig afhverju sundlaugin væri ekki opin. Ég er sem sagt í dag búin að mæta þrjá daga í röð, og þótt ég þættist hafa byrjað rólega þá er ég gjörsamlega að farast úr harðsperrum. Vona bara að þessi u.þ.b. fjögur kíló sem ég hef bætt á mig síðan ég hætti að reykja verði jafn fljót að fara og þau voru að koma. Nú hef ég bráðum verið hætti í fimm mánuðu og vonandi hef ég náð valdi á þessari þyngdaraukningu. En nóg um mig í bili. Er að hugsa um að reyna eina ferðina enn að setja inn myndina af Drífu, Birtu og Friðrik Erni, í jólaheimsókn hjá Friðrik afa og Oddrúnu.
sunnudagur, desember 25, 2005
Rólegheit um jól
Aðfangadagur jóla var afskaplega notalegur, ég fór að vinna kl.10:00 og það fylltist fljótt af fólki sem kom í aftressun í pottana. Margir af mínum uppáhaldskúnnum létu sjá sig og fólk greinilega naut þess að vera saman og eiga notalega stund með fjölskyldu og vinum. Ég var komin heim rúmlega hálf eitt og þá tók við undirbúningur fyrir jólamatinn . Í þetta skipti ætluðum við að hafa hamborgarahrygg með heimalöguðu rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum ásamt Waldorfssallati og þetta kallaði á heilmikinn undirbúning. Drífa kom heim þessi jólin og það var strax jólalegra að vera ekki bara tvö ein, þótt okkur hafi nú ekki leiðst mikið í fyrra. Á slaginu klukkan 18:00 eftir að jólin höfðu verið hringd inn settumst við til borðs og borðuðum í rólegheitum. Maturinn var mjög góður og við vorum ekkert að flýta okkur. tókum síðan uppjólagjafirnar í rólegheitum og Drífa las á pakkana. Seinna um kvöldið keyrðum við Drífu til Erlu og Sigga því þær systur ætluðu í miðnæturmessu hjá nunnunum. Best af öllu var svo að skríða með bók upp í rúm og lesa þangað til maður sofnaði út frá bókinni.
Jóladagurinn var alger letidagur, ég dúllaði mér á náttfötunum allan daginn við að horfa á sjónvarpið, lesa og lúra. Ég varð auðvitað að borða á milli þessa erfiðis eins og gefur að skilja. Erla, Siggi og börn, kíktu við hjá okkur á leiðinni heim út jólaboði og var setið og spjallað í rólegheitum. Þau buðu okkur í mat á annan í jólum ( í kvöld) og ég hlakka til að borða "önd a la Siggi", hann er listagóður kokkur.
Jæja þá erum við komin heim aftur eftir að hafa borðað önd hjá Sigga og Erlu nammi namm, ætla að gera eina tilraun enn að setja inn mynd, er að verða brjáluð á þessum server sem virkar ekki nema stundum !!!
Ekki gekk að setja inn myndina, reyni aftur seinna.
Jóladagurinn var alger letidagur, ég dúllaði mér á náttfötunum allan daginn við að horfa á sjónvarpið, lesa og lúra. Ég varð auðvitað að borða á milli þessa erfiðis eins og gefur að skilja. Erla, Siggi og börn, kíktu við hjá okkur á leiðinni heim út jólaboði og var setið og spjallað í rólegheitum. Þau buðu okkur í mat á annan í jólum ( í kvöld) og ég hlakka til að borða "önd a la Siggi", hann er listagóður kokkur.
Jæja þá erum við komin heim aftur eftir að hafa borðað önd hjá Sigga og Erlu nammi namm, ætla að gera eina tilraun enn að setja inn mynd, er að verða brjáluð á þessum server sem virkar ekki nema stundum !!!
Ekki gekk að setja inn myndina, reyni aftur seinna.
laugardagur, desember 24, 2005
Þorláksmessa
Þorláksmessa heilsaði með yndislega fallegu veðri, alveg stillt og frekar bjart miðað við undanfarna daga. Opið var í Íþróttamiðstöðinni frá 7 til 19:00 í gær og eftir það fórum við í skötuveislu til Summa á Fimm fiskum. Skatan klikkaði ekki frekar en vant er, en ég vaknaði þrisvar í nótt til að fá mér að drekka, var eins og eyðimörk aðframkomin af þorsta. Við kíktum í búðir eftir skötuveisluna og enduðum í bókabúðinni þar sem hann Friðrik minn gaf mér "Þorláksmessugjöf", bók að eigin vali. Þetta var alveg yndislega fallega gert af honum og ég hef aldrei áður fengið Þorláksmessugjöf. Þetta bjargaði jólunum hjá mér, nú hef ég eitthvað að lesa á jólanóttinni. Langar svo að óska ykkur öllum gleðilegra jólahátíðar og gæfu og gengis á nýja árinu. Verð að rjúka ekki dugir að hafa af Hólmörum jólabaðið....Gleðileg jóllllllllllllllllllllllll.......
fimmtudagur, desember 22, 2005
Afslöppun fyrir jólin
Ég er svo ánægð að sjá hve margir eru stresslausir fyrir jólin og koma til að slappa af hjá okkur í sundi og heitu pottunum. Meira að segja önnum kafnar húsmætur mæta og svo allir fastagestirnir okkar sem eru svo skemmtilegir (sérstaklega Símon) Ég er alltaf að segja henni samstarfskonu minni hvað hann sé skemmtilegur og myndarlegur maður. Ég vona að hún fari nú að koma auga á kosti hans og losi sig frá öðru sem er ekki mjög rómantískt og spennanad. En hvað um það, verð að vinna bæði á morgun og til kl. 1 á aðfangadag og þá eru jólin á næsta leiti með fryð og gleðiboðskap sinn.
miðvikudagur, desember 21, 2005
Reykjavíkurmær
Þetta er hún Karen Harpa að baka fyrir jólin. Er hún ekki dugleg?
Og þarna er hún í jólakjólnum sínum. Þetta er algjör prinsessukjóll.
Ég má til að monta mig af barnabarninu. Hún er yndislega góð og falleg stelpa og því miður sé ég hana alltof sjaldan af því að mamma hennar og pabbi búa ekki saman. En Dísa (það er mamma hennar) er dugleg að senda mér myndir og heimsækja mig ef ég er í Reykjavík og hún sendi mér þessar myndir í gær.
þriðjudagur, desember 20, 2005
Langrækni eða stórmennska
Á morgun er styttsti dagur ársins og þá fer allt smámsaman að síga upp á við, styttist í vorið!!
Hvernig er það með okkur Íslendinga? Erum við svona klár? Ég er nú farin að finna til með frændum vorum Dönum, þótt á dögum Hansakaupmanna þeir hafi sellt okkur maðkað mjöl!!!
'I dag eiga þeir sjálfir neitt bitastætt lengur. 'islendingar eru búnir að kaupa upp bestu verslanir þeirra, verslunarkeðjur, banka , flugfélög og nú skilst mér að röðin sé komin að dagblöðunum. Það er ekki skrýtið að þetta fari fyrir brjóstið á frændum okkar og vinum í Danmörku. Umfjöllun fólks þar er frekar neikvæð og ef dagblöðin verða líka keypt verður blaðamennskan ritskoðuð líkt og hún er í raun hér á landi að mínu mati. Sjáið bara Fréttablaðið og þá blaðamennsku sem tíðkast þar. En mikið er nú félagsmálaráðherra okkar heppinn að vera Íslendingur. Maður sem lætur dæma ríkið til sektargjalda fyrir handvömm sína yrði rekin með það sama ef han væri danskur, en á Íslandi ræður stórmennskan ríkjum, enginn er gerður ábyrgur gjörða sinna nema "litli maðurinn" sem sagt megin þorri þjóðarinnar, litli maðurinn og við hin yrðum rekinn með hraði án nokkurra málalenginga. Já þetta er mjög skrýtið samfélag sem við búun í og ekki teljumst við heldur nægilega músíkölsk, það eru bara fáir útvaldir sem eru það og þá skemmir ekki að eiga mikla peninga í KB- banka og helst eiga hann líka.............
laugardagur, desember 17, 2005
Hvít eða rauð?
Nú þegar vika er til jóla er þvílíkt myrkur úti að varla sér handa skil. Ég held að það sé aðallega þessvegna sem fólk finnur hjá sér þörf til að skreyta hús sín bæði úti og inni með ljósum. Sumstaðar er kannski full mikið af því góða og annars staðar er skreytingunum nánast hent upp en allt þjónar þetta þeim tilgangi að lýsa upp umhverfið og reka burt svartasta skammdegið. Ég er svoddan "Skrauta frá Skarði" að mér finnst þetta yndislegt. Hugsið ykkur bara eftir fjóra daga byrjar daginn að lengja, fyrst mjög hægt og svo hraðar og hraðar og fyrr en varir er komið vor. Ég hlakka svo til vorsins, sjá allt vakna til lífsins, farfuglarnir koma og þrestirnir gera sig heimakomna í þakkantinum. Ég get varla beðið því mér finnst veturinn hafa verið dimmari en undanfarin ár. Kannski er það bara að það hefur varla sést snjór því það birtir óneitanlega yfir öllu þegar hvít mjöllin þekur jörðina. Veðurfræðingar spá rauðum jólun þetta árið og líkurnar eru sennilega meiri á því. Samt er ekki öll nótt úti enn og aldrei að vita að þegar við höfum sporðrennt skötunni hjá honum Summa á Þorláksmessukvöld að þá fari að snjóa og jólin verði þrátt fyrir allt alhvít.
þriðjudagur, desember 13, 2005
Þessar myndir eru teknar kl. 12 á hádegi á sunnudaginn og sýna hve lítil birta er þessa dagana
Ekki veit ég hvað veldur en það virðist sem að drunganum sem hefur verið yfir mér sé aðeins að létta. Ég var að vinna yfir helgina og Vignir var með mér á vakt og það var með eindæmum rólegt hjá okkur alla helgina. Heimafólk hefur trúlega farið til Reykjavíkur og það var helst að fólk utan af Nesi kæmi um leið og það verslaði í Bónus sem er heitasta búðin á Snæfellsnesinu um þessar mundir. Ég bauð upp á jóladrykk og piparkökur og það gafst ágætlega allavegana varð enginn afgangur þótt gestirnir væru ekki margir. Ég er búin að ganga frá jólakortunum, langt komin að pakka inn jólagjöfunum, sjóða rauðkálið og svo ætla ég að drífa í að gera ísinn áður en ég fer í vinnuna í dag kl. 15:00. Friðrik Örn og Birta voru hjá okkur í gærkvöldi því Erla fór á fund, þau eru alveg afskaplega róleg og góð börn og lítið mál að hafa ofan fyrir þeim. Jæja ég veit svei mér ekki hvað ég á að tala meira um en á morgun er ég á morgunvakt og þá ætla ég að hafa "jóladrykk og piparkökur" fyrir morgunhanana mína. Bless í bili................
Ekki veit ég hvað veldur en það virðist sem að drunganum sem hefur verið yfir mér sé aðeins að létta. Ég var að vinna yfir helgina og Vignir var með mér á vakt og það var með eindæmum rólegt hjá okkur alla helgina. Heimafólk hefur trúlega farið til Reykjavíkur og það var helst að fólk utan af Nesi kæmi um leið og það verslaði í Bónus sem er heitasta búðin á Snæfellsnesinu um þessar mundir. Ég bauð upp á jóladrykk og piparkökur og það gafst ágætlega allavegana varð enginn afgangur þótt gestirnir væru ekki margir. Ég er búin að ganga frá jólakortunum, langt komin að pakka inn jólagjöfunum, sjóða rauðkálið og svo ætla ég að drífa í að gera ísinn áður en ég fer í vinnuna í dag kl. 15:00. Friðrik Örn og Birta voru hjá okkur í gærkvöldi því Erla fór á fund, þau eru alveg afskaplega róleg og góð börn og lítið mál að hafa ofan fyrir þeim. Jæja ég veit svei mér ekki hvað ég á að tala meira um en á morgun er ég á morgunvakt og þá ætla ég að hafa "jóladrykk og piparkökur" fyrir morgunhanana mína. Bless í bili................
mánudagur, desember 12, 2005
Minningabrot barns
Þá er helgin liðin og aftur kominn mánudagur. Hafið þið tekið eftir því hvað tíminn líður fljótt? Ég man eftir því þegar ég var lítil og beið full af tilhlökkun eftir jólunum að mér fannst tíminn svo hræðilega lengi að líða og jólin ætluðu aldrei að koma. Heima hjá mér var aldrei skreytt fyrr en á Þorláksmessu og við fengum að hjálpa til við það við systurnar en jólatréið skreytti hún mamma mín alltaf eftir að við vorum sofnaðar og svo var stofunni læst og hún ekki opnuð fyrr en klukkan sex á Aðfangadagskvöld. Þá stóð jólatréið ljósum prýtt og fallega skreyt með jólagjöfum raðað í kring. Ég man enn hátíðleikan sem umvafði bernskujólin og ég hef ekki fundið í slíkum mæli eftir að ég fullorðnaðist. Þessi jólin hjá mér verða öðruvísi vegna þess að nú er hún mamma mín ekki lengur á meðal okkar. En ég veit og trúi því að henni líði vel og sé umvafin löngu gengnum ástvinum. En ég syrgi hana sárt og hugsa mikið til hennar einmitt núna um jólin því hún var mikið jólabarn í sér og lagði sig fram um að gleðja aðra. Ég veit líka að jólin koma til okkar hvar sem við erum stödd, hvort sem við erum í þessari jarðvist eða annarri........
sunnudagur, desember 11, 2005
Hinn rétti andi jólanna
Í gegnum skottuskrifin hennar frænku minnar raks ég inn á heimasíðu ungs manns og ég varð yfir mig hrifin af því að það er ennþá til ungt fólks sem hugsar um þá sem eiga erfitt um jólin. Ég kvet ykkur sem skoðið bloggið mitt að fara inn á www.eoe.is til þess að skoða. Ég hef verið að hugsa um að hætta að kaupa jólakort og láta andvirði kortanna og burðargjaldsins renna til góðgerðarmála. En svo finnst mér sjálfri svo gaman að fólk man eftir mér að ég sendi alltaf sama fólkinu ár eftir ár. En auðvitað á maður ekki að vera svona íhaldssamur, og ég hugsa að ég sendi færri kort næst og styrki frekar bágstadda. Nú er ég að verða of sein í vinnuna og verð að rjúka. Meira í kvöld
fimmtudagur, desember 08, 2005
Internetvandræði
Ég get orðið alveg brjáluð þegar internetið liggur niðri dag eftir dag og ekkert hægt að gera af því sem ég ætlaði, svo sem setja myndir inn á bloggið mitt og skrifa comment á önnur blogg. Ég held að Síminn verði nú að láta laga þetta annars leitar maður eitthvað annað. En hvað um það, ég held áfram að reyna................
Húrra þetta tókst.
Húrra þetta tókst.
Ég og Guðrún systir á barnum á Salt um síðustu helgi
Hvaða myndarlegu menn eru þetta? Flottir ekki satt!!
Nú er það svart maður
Ég held að ég sé með anga af skammdegisþunglyndi svei mér þá. Ég hef mig ekki til að gera neitt og mér vex allt í augum, finnst ég ekki hafa neinn tíma en veit þó að ég hef nægan. Og það er ekki dymmt úti það er hreinlega svart. Ég er nokkuð viss um að fleirum en mér líður svona því þegar við fórum "jólarúnt"´um plássið í fyrradag tók ég eftir því að það er meira skreytt í ár en undanfarin ár og það finnst mér frábært því þá birtir örlítið til í nánasta umhverfi. En batnandi manni er best að lifa og ég ætla að hella mér í að skrifa lista yfir það sem mér vantar í jólarauðkálið og ísinn og súkkulaðikökuna o.fl. Og nú á að taka á því. Eruð þið ekki sammála?
miðvikudagur, desember 07, 2005
Aðventan í Reykjavík
Ég fór til Reykjavíkur um síðustu helgi, rétt til þess að fá jólastemminguna í höfuðborginni beint í æð. Einhvernvegin finnst mér það tilheyra og vera þáttur af hátíðleika jólanna að fara og labba um miðbæinn og skoða skreytingarnar sem eru alltaf að verða fallegri og fallegri. Austurvöllur skartaði sínu fegursta og mér fannst sem jólin væru bara handan við hornið. En svo þurfti ég að erinda í Kringlunni og þá var jólastemmingin fljót að hverfa. Ég fékk innilokunarkennd, það var svo mikið af fólki og svo var þvílíkt áreiti af alskyns uppákomum, söng, kynningum og fleiru að hávaðinn varð ærandi. Ég var því fengnust þegar ég komst þaðan út aftur. 'A laugardeginum tók við mikill Söru- bakstur hjá Kristínu, afraksturinn yfir 500 Sörur sem skipt var í þrennt, heilmikil stemming og skemmtilegheit.Um kvöldið fórum við á jólahlaðborð með systur minni og mági og það var virkilega vel heppnað. Hátíðarstemming jólana gerði vart við sig aftur enda bæði maturinn og félagsskapurinn frábær. Það er alveg óhætt að mæla með veitingarstaðnum Salt, sem er í hótelinu hans Andra Márs Ingólfssonar (gamla Eimskipafélagshúsið) og heitir Hóler 101 Reykjavík. Við nutum þess að sitja í rólegheitum og láta stjana við okkur á alla lund á meðan við borðuðum. Ungur maður sat á háum stól og spilaði á gítar og söng og hefði hann nú alveg mátt missa sig því ekki er hægt að segja að hann hafi sungið sérlega vel, hann meira eiginlega vældi eins og hann sæti illa á eistunum á sér og klemmdi þau í leiðinni. Óneitanlega öðruvísi. Staðurinn er virkilega töff og greinilega "inn" í augnarblikinu. Við sátum þar og spjölluðum til kl. 1 um nóttina og þá var farið heim til að sofa. Á sunnudaginn var farið í skylduheimsóknir til ættingjanna og síðan haldið vestur í fljúgandi hálku. Það verður að segjast eins og er að það var gott að komast heim í sveitina..
fimmtudagur, desember 01, 2005
Adrenalín í íþróttahúsinu
Við hérna í Hólminum kunnum aldeilis að halda hina ýmsu tyllidaga hátíðlega !! Alþjóð veit að við tölum dönsku á sunnudögum og hinir víðfrægu dönsku dagar okkar seinni partinn í ágúst laða fólk úr öllum landshlutum að. Í dag 1 desember 2005 fögnuðum við fullveldisdeginum þannig að körfuboltastrákarnir okkar unnu Skallagrím með einu stigi. Ég man bara varla eftir jafn spennandi leik. Við vorum komin 18 stigum undir eftir fyrsta leikhluta en liðsmenn Snæfells áttu þvílíkan viðsnúning og voru einu stigi yfir í hálfleik. Síðan var leikurinn hreinlega í járnum en Jón Ólafsson(Nonni Maju) skoraði á síðustu sekúndunum þriggja stiga körfu og sigurinn var okkar. Ég hélt að þakið myndi rifna af húsinu í fagnaðarlátum heimamanna og sumir áhorfenda voru örugglega með hættulega háan blóðþrýsting. Svona á að gera þetta, með stæl. Í fyrramálið þarf ég að skreppa til Reykjavíkur til þess að fá ný sjóngler. Ég verð að sætta mig við að þurfa að taka mér frí frá vinnu því eftir því sem sjóntækjafræðingurinn sagði mér þá vinna þeir ekki nema á virkum dögum frá 10 til 17. " Og hvað á ég þá að gera"? spurði ég. "Ja þú verður bara að skilja gleraugun þín eftir hjá okkur". Það skipti sem sagt engu máli þótt ég segði honum að það gæti ég ekki, ég væri staurblind án gleraugnanna minna, honum var alveg sama, mér var nær að búa ekki í Reykjavík. Annars finnst mér ekki leiðinlegt að sjá hvað fallegt er á þessum tíma í Reykjavík svo ég ætti ekki að vera að kvarta þetta..
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)