sunnudagur, desember 11, 2005

Hinn rétti andi jólanna

Í gegnum skottuskrifin hennar frænku minnar raks ég inn á heimasíðu ungs manns og ég varð yfir mig hrifin af því að það er ennþá til ungt fólks sem hugsar um þá sem eiga erfitt um jólin. Ég kvet ykkur sem skoðið bloggið mitt að fara inn á www.eoe.is til þess að skoða. Ég hef verið að hugsa um að hætta að kaupa jólakort og láta andvirði kortanna og burðargjaldsins renna til góðgerðarmála. En svo finnst mér sjálfri svo gaman að fólk man eftir mér að ég sendi alltaf sama fólkinu ár eftir ár. En auðvitað á maður ekki að vera svona íhaldssamur, og ég hugsa að ég sendi færri kort næst og styrki frekar bágstadda. Nú er ég að verða of sein í vinnuna og verð að rjúka. Meira í kvöld