miðvikudagur, desember 28, 2005

Bættur lífstíll




Þá eru jólin búin með öllu matarsukkinu sem fylgir þeim. Hafið þið mokkurntíman fengið þá tilfinningu að þið séuð hreinlega að springa? Þannig leið mér á öðrum degi jóla. ´Mér fannst ég vera eins og uppblásin blaðra og vera komin að því að springa. Ég dreif mig í ræktina til að reyna að bæta líðaninna og kannski missa nokkur kíló. Ég varð virkilega undrandi þegar ég sá allan þann fjölda sem var mættur og var bersýnilega í sömu erindagjörðum og ég. Þetta voru reyndar flest árskorthafar, sem sagt þeil alhörðustu, en þessi góða mætin sýnir svo ekki verður um villst þörfina fyrir að hafa opna bæði líkamsræktarstöðvar og einnig sundstaði, því flestir spurðu mig afhverju sundlaugin væri ekki opin. Ég er sem sagt í dag búin að mæta þrjá daga í röð, og þótt ég þættist hafa byrjað rólega þá er ég gjörsamlega að farast úr harðsperrum. Vona bara að þessi u.þ.b. fjögur kíló sem ég hef bætt á mig síðan ég hætti að reykja verði jafn fljót að fara og þau voru að koma. Nú hef ég bráðum verið hætti í fimm mánuðu og vonandi hef ég náð valdi á þessari þyngdaraukningu. En nóg um mig í bili. Er að hugsa um að reyna eina ferðina enn að setja inn myndina af Drífu, Birtu og Friðrik Erni, í jólaheimsókn hjá Friðrik afa og Oddrúnu.