fimmtudagur, desember 08, 2005
Nú er það svart maður
Ég held að ég sé með anga af skammdegisþunglyndi svei mér þá. Ég hef mig ekki til að gera neitt og mér vex allt í augum, finnst ég ekki hafa neinn tíma en veit þó að ég hef nægan. Og það er ekki dymmt úti það er hreinlega svart. Ég er nokkuð viss um að fleirum en mér líður svona því þegar við fórum "jólarúnt"´um plássið í fyrradag tók ég eftir því að það er meira skreytt í ár en undanfarin ár og það finnst mér frábært því þá birtir örlítið til í nánasta umhverfi. En batnandi manni er best að lifa og ég ætla að hella mér í að skrifa lista yfir það sem mér vantar í jólarauðkálið og ísinn og súkkulaðikökuna o.fl. Og nú á að taka á því. Eruð þið ekki sammála?