miðvikudagur, desember 07, 2005
Aðventan í Reykjavík
Ég fór til Reykjavíkur um síðustu helgi, rétt til þess að fá jólastemminguna í höfuðborginni beint í æð. Einhvernvegin finnst mér það tilheyra og vera þáttur af hátíðleika jólanna að fara og labba um miðbæinn og skoða skreytingarnar sem eru alltaf að verða fallegri og fallegri. Austurvöllur skartaði sínu fegursta og mér fannst sem jólin væru bara handan við hornið. En svo þurfti ég að erinda í Kringlunni og þá var jólastemmingin fljót að hverfa. Ég fékk innilokunarkennd, það var svo mikið af fólki og svo var þvílíkt áreiti af alskyns uppákomum, söng, kynningum og fleiru að hávaðinn varð ærandi. Ég var því fengnust þegar ég komst þaðan út aftur. 'A laugardeginum tók við mikill Söru- bakstur hjá Kristínu, afraksturinn yfir 500 Sörur sem skipt var í þrennt, heilmikil stemming og skemmtilegheit.Um kvöldið fórum við á jólahlaðborð með systur minni og mági og það var virkilega vel heppnað. Hátíðarstemming jólana gerði vart við sig aftur enda bæði maturinn og félagsskapurinn frábær. Það er alveg óhætt að mæla með veitingarstaðnum Salt, sem er í hótelinu hans Andra Márs Ingólfssonar (gamla Eimskipafélagshúsið) og heitir Hóler 101 Reykjavík. Við nutum þess að sitja í rólegheitum og láta stjana við okkur á alla lund á meðan við borðuðum. Ungur maður sat á háum stól og spilaði á gítar og söng og hefði hann nú alveg mátt missa sig því ekki er hægt að segja að hann hafi sungið sérlega vel, hann meira eiginlega vældi eins og hann sæti illa á eistunum á sér og klemmdi þau í leiðinni. Óneitanlega öðruvísi. Staðurinn er virkilega töff og greinilega "inn" í augnarblikinu. Við sátum þar og spjölluðum til kl. 1 um nóttina og þá var farið heim til að sofa. Á sunnudaginn var farið í skylduheimsóknir til ættingjanna og síðan haldið vestur í fljúgandi hálku. Það verður að segjast eins og er að það var gott að komast heim í sveitina..