Þessar myndir eru teknar kl. 12 á hádegi á sunnudaginn og sýna hve lítil birta er þessa dagana
Ekki veit ég hvað veldur en það virðist sem að drunganum sem hefur verið yfir mér sé aðeins að létta. Ég var að vinna yfir helgina og Vignir var með mér á vakt og það var með eindæmum rólegt hjá okkur alla helgina. Heimafólk hefur trúlega farið til Reykjavíkur og það var helst að fólk utan af Nesi kæmi um leið og það verslaði í Bónus sem er heitasta búðin á Snæfellsnesinu um þessar mundir. Ég bauð upp á jóladrykk og piparkökur og það gafst ágætlega allavegana varð enginn afgangur þótt gestirnir væru ekki margir. Ég er búin að ganga frá jólakortunum, langt komin að pakka inn jólagjöfunum, sjóða rauðkálið og svo ætla ég að drífa í að gera ísinn áður en ég fer í vinnuna í dag kl. 15:00. Friðrik Örn og Birta voru hjá okkur í gærkvöldi því Erla fór á fund, þau eru alveg afskaplega róleg og góð börn og lítið mál að hafa ofan fyrir þeim. Jæja ég veit svei mér ekki hvað ég á að tala meira um en á morgun er ég á morgunvakt og þá ætla ég að hafa "jóladrykk og piparkökur" fyrir morgunhanana mína. Bless í bili................