laugardagur, desember 24, 2005
Þorláksmessa
Þorláksmessa heilsaði með yndislega fallegu veðri, alveg stillt og frekar bjart miðað við undanfarna daga. Opið var í Íþróttamiðstöðinni frá 7 til 19:00 í gær og eftir það fórum við í skötuveislu til Summa á Fimm fiskum. Skatan klikkaði ekki frekar en vant er, en ég vaknaði þrisvar í nótt til að fá mér að drekka, var eins og eyðimörk aðframkomin af þorsta. Við kíktum í búðir eftir skötuveisluna og enduðum í bókabúðinni þar sem hann Friðrik minn gaf mér "Þorláksmessugjöf", bók að eigin vali. Þetta var alveg yndislega fallega gert af honum og ég hef aldrei áður fengið Þorláksmessugjöf. Þetta bjargaði jólunum hjá mér, nú hef ég eitthvað að lesa á jólanóttinni. Langar svo að óska ykkur öllum gleðilegra jólahátíðar og gæfu og gengis á nýja árinu. Verð að rjúka ekki dugir að hafa af Hólmörum jólabaðið....Gleðileg jóllllllllllllllllllllllll.......