fimmtudagur, desember 22, 2005
Afslöppun fyrir jólin
Ég er svo ánægð að sjá hve margir eru stresslausir fyrir jólin og koma til að slappa af hjá okkur í sundi og heitu pottunum. Meira að segja önnum kafnar húsmætur mæta og svo allir fastagestirnir okkar sem eru svo skemmtilegir (sérstaklega Símon) Ég er alltaf að segja henni samstarfskonu minni hvað hann sé skemmtilegur og myndarlegur maður. Ég vona að hún fari nú að koma auga á kosti hans og losi sig frá öðru sem er ekki mjög rómantískt og spennanad. En hvað um það, verð að vinna bæði á morgun og til kl. 1 á aðfangadag og þá eru jólin á næsta leiti með fryð og gleðiboðskap sinn.